Lífið

200 umsóknir á átta dögum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Þór Bæring og Bragi Hinrik, eigendur Gaman Ferða, á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid.
Þór Bæring og Bragi Hinrik, eigendur Gaman Ferða, á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. mynd/einkasafn
„Það varð allt vitlaust þegar auglýsingin var birt í Fréttablaðinu,“ segir Þór Bæring Ólafsson, sem er eigandi Gaman Ferða ásamt Braga Hinriki Magnússyni. Gaman Ferðir auglýstu eftir starfsmönnum og samstarfsfélögum í skipulagningu og eftirfylgni á sérferðum til útlanda á vegum fyrirtækisins.

„Við vildum bæta úrval ferða hjá okkur og fá reynslubolta til að hjálpa til við að búa til ferðir í kringum sín áhugamál. Til dæmis sendi hjólreiðagarpur inn umsókn og vildi plana hjólreiðaferðir og svo framvegis,“ útskýrir Þór Bæring en alls bárust tæplega tvö hundruð umsóknir á átta dögum.

Þá sótti um kona sem hefur farið víða um heim á línuskautum og vildi plana línuskautaferð um allan heim. Nokkur þjóðþekkt nöfn hafa sótt um starf hjá Gaman Ferðum en Þór vill ekki gefa upp hver þau eru.

Upphaf Gaman Ferða má rekja til ársins 2003. „Þá stofnuðum við ferðaskrifstofuna Markmenn en sú ferðaskrifstofa náði að lækka verð á fótboltaferðum töluvert og úr varð alvörusamkeppni á þessum markaði. Árið 2005 keypti Iceland Express ferðaskrifstofuna Markmenn og í kjölfarið breyttist nafnið í Express Ferðir. Árið 2007 sögðum við skilið við Express Ferðir. Þá fórum við í það að mennta okkur aðeins meira sem er alltaf gott.“ Árið 2012 voru svo Gaman Ferðir stofnaðar en WOW air er helsti samstarfsaðili þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.