Laugavegurinn – ábyrgð og lagfæringar Þórarinn Eyfjörð skrifar 21. janúar 2014 06:00 Athyglisvert viðtal við Ólaf Örn Haraldsson, forseta Ferðafélags Íslands, birtist í fréttablaðinu þann 29. nóvember síðastliðinn. Tilefni viðtalsins var undangengin umfjöllun í fjölmiðlum um slakt ástand í Landmannalaugum og gönguleiðum á Laugaveginum svokallaða. Umfjöllun sú sem vitnað er til var einkar þörf og með ágætum. Þó vantaði í hana aðeins nýrri upplýsingar um hvað hefur verið gert í lagfæringum á göngustígum á síðustu tveimur árum, meðal annars á gönguleiðinni frá skála Ferðafélagsins Útivistar, yfir Fimmvörðuháls og að Skógum. Í góðu samstarfi hafa Útivist, Vinir Þórsmerkur og Skógrækt ríkisins unnið með sjálfboðaliðum og í sjálfboðaliðastarfi að viðgerð og endurbótum á stígum á þeirri leið með ágætum árangri. En betur má ef duga skal og verður því verkefni haldið áfram og þá í anda þess sem Útivist og fleiri hafa alltaf staðið fyrir; með sjálfboðavinnu. Auk þess hefur Útivist staðið að verndar- og uppgræðslustarfi í samvinnu við Landgræðsluna og Vegagerðina í Þórsmörk, en það er önnur saga. En aftur að viðtalinu við forseta FÍ. Ferðafélag Íslands býr við sérstöðu á Laugaveginum, vinsælustu og fjölförnustu gönguleið á hálendi Íslands. FÍ hefur í dag eitt félaga afnot af Landmannalaugasvæðinu öllu, síðan á félagið alla skála á leiðinni; í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og í Emstrum. Félagið hefur notið þessarar sérstöðu um langt skeið, byggt skála og haft af allri aðstöðu tekjur. Hvað átroðning varðar hefur það verið öllum ljóst að átroðningurinn undanfarin ár hefur verið langt umfram það sem æskilegt er. Enda bera ummerkin þess vitni. Því er það ljóst að alla umferð á svæðinu, bæði innkomu í Landmannalaugar og umferð á Laugaveginum, þarf að hugsa upp á nýtt og endurskipuleggja. Takmarka þarf þann fjölda sem kemur inn á svæðið og það þarf kröftugt átak til að lagfæra það sem ekki hefur nægilega vel verið hlúð að. SkattheimtaÍ viðtalinu boðar Ólafur Örn einskonar skattlagningu í Landmannalaugum og á Laugaveginum. Hann boðar að tekið verði; „upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum“. Umrætt umhverfisgjald á síðan að renna í sjóð sem FÍ, einhver ótilgreind fyrirtæki, fulltrúar frá þremur sveitarfélögum og fulltrúi frá Umhverfisstofnun eiga að stjórna. Stjórn þessi með umræddan sjóð til ráðstöfunar, á síðan að veita fé „fyrsta kastið“ til endurbóta á göngustígum. Síðan á féð að fara; „Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Hér er nauðsynlegt að staldra aðeins við. Nú er það svo að umræðan um aðgengi ferðamanna að hálendinu og umgengni er í brennidepli þessar vikurnar. Mikið er rætt um fjármögnun nauðsynlegra verkefna og hvernig á að koma í framkvæmd aðkallandi verkefnum. Hugmyndin sem Ólafur Örn leggur til, er því í hinu stóra samhengi alltof þröng, auk þess sem það gætu reynst ákveðnir stjórnsýslulegir annmarkar á fyrirkomulaginu. Lítum nánar á tillöguna. Það sem verið er að leggja til er einskonar skattheimta. Skattheimta til að lagfæra það sem troðið hefur verið niður í þessum náttúruperlum. Það liggur fyrir að eitthvað róttækt verður að gerast í þessu máli og það er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd að fá sveitarstjórnir og Umhverfisstofnun að verkefninu. En það er úr of þröngum helli horft að þessir opinberu aðilar komi að fjármögnun og stjórnun þessara verkefna einungis„ ... til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Betra er að þessir opinberu aðilar fái það hlutverk að setja saman áætlun til aðgerða og lagfæringar á stærra landssvæði og skynsamlegra er að hinn breiði hópur hagsmunaaðila eigi þar aðkomu. Það má hugsa sér að þar að kæmu að heildarsamtök á borð við SAMÚT og Samtök ferðaþjónustunnar, sem þá ættu fulltrúa í verkefnahópnum fyrir hönd hagsmunaaðila. Til að þetta geti orðið þarf bæði að fjármagna verkið og veita slíkri viðbragðs- eða endurbótastjórn umboð til athafna til þess að loka svæðum tímabundið, hugsanlega til lengri tíma, eða draga úr umferð um Landmannalaugar og Laugaveg meðan lagfæringar fara fram. Hópnum gæti einnig verið falið vald til að takmarka aðgang að einstökum svæðum, gera tillögur að nýjum ferðamannastöðum, nýjum leiðum og nýjum „Laugavegum“. Slíkar valdheimildir og fjármögnun hlýtur að koma frá opinberum aðilum og þá helst frá umhverfisráðuneyti, en verkefnið væri skýrt; að bæta úr ástandinu og finna nýjar leiðir með hagsmuni allra að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert viðtal við Ólaf Örn Haraldsson, forseta Ferðafélags Íslands, birtist í fréttablaðinu þann 29. nóvember síðastliðinn. Tilefni viðtalsins var undangengin umfjöllun í fjölmiðlum um slakt ástand í Landmannalaugum og gönguleiðum á Laugaveginum svokallaða. Umfjöllun sú sem vitnað er til var einkar þörf og með ágætum. Þó vantaði í hana aðeins nýrri upplýsingar um hvað hefur verið gert í lagfæringum á göngustígum á síðustu tveimur árum, meðal annars á gönguleiðinni frá skála Ferðafélagsins Útivistar, yfir Fimmvörðuháls og að Skógum. Í góðu samstarfi hafa Útivist, Vinir Þórsmerkur og Skógrækt ríkisins unnið með sjálfboðaliðum og í sjálfboðaliðastarfi að viðgerð og endurbótum á stígum á þeirri leið með ágætum árangri. En betur má ef duga skal og verður því verkefni haldið áfram og þá í anda þess sem Útivist og fleiri hafa alltaf staðið fyrir; með sjálfboðavinnu. Auk þess hefur Útivist staðið að verndar- og uppgræðslustarfi í samvinnu við Landgræðsluna og Vegagerðina í Þórsmörk, en það er önnur saga. En aftur að viðtalinu við forseta FÍ. Ferðafélag Íslands býr við sérstöðu á Laugaveginum, vinsælustu og fjölförnustu gönguleið á hálendi Íslands. FÍ hefur í dag eitt félaga afnot af Landmannalaugasvæðinu öllu, síðan á félagið alla skála á leiðinni; í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og í Emstrum. Félagið hefur notið þessarar sérstöðu um langt skeið, byggt skála og haft af allri aðstöðu tekjur. Hvað átroðning varðar hefur það verið öllum ljóst að átroðningurinn undanfarin ár hefur verið langt umfram það sem æskilegt er. Enda bera ummerkin þess vitni. Því er það ljóst að alla umferð á svæðinu, bæði innkomu í Landmannalaugar og umferð á Laugaveginum, þarf að hugsa upp á nýtt og endurskipuleggja. Takmarka þarf þann fjölda sem kemur inn á svæðið og það þarf kröftugt átak til að lagfæra það sem ekki hefur nægilega vel verið hlúð að. SkattheimtaÍ viðtalinu boðar Ólafur Örn einskonar skattlagningu í Landmannalaugum og á Laugaveginum. Hann boðar að tekið verði; „upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum“. Umrætt umhverfisgjald á síðan að renna í sjóð sem FÍ, einhver ótilgreind fyrirtæki, fulltrúar frá þremur sveitarfélögum og fulltrúi frá Umhverfisstofnun eiga að stjórna. Stjórn þessi með umræddan sjóð til ráðstöfunar, á síðan að veita fé „fyrsta kastið“ til endurbóta á göngustígum. Síðan á féð að fara; „Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Hér er nauðsynlegt að staldra aðeins við. Nú er það svo að umræðan um aðgengi ferðamanna að hálendinu og umgengni er í brennidepli þessar vikurnar. Mikið er rætt um fjármögnun nauðsynlegra verkefna og hvernig á að koma í framkvæmd aðkallandi verkefnum. Hugmyndin sem Ólafur Örn leggur til, er því í hinu stóra samhengi alltof þröng, auk þess sem það gætu reynst ákveðnir stjórnsýslulegir annmarkar á fyrirkomulaginu. Lítum nánar á tillöguna. Það sem verið er að leggja til er einskonar skattheimta. Skattheimta til að lagfæra það sem troðið hefur verið niður í þessum náttúruperlum. Það liggur fyrir að eitthvað róttækt verður að gerast í þessu máli og það er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd að fá sveitarstjórnir og Umhverfisstofnun að verkefninu. En það er úr of þröngum helli horft að þessir opinberu aðilar komi að fjármögnun og stjórnun þessara verkefna einungis„ ... til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Betra er að þessir opinberu aðilar fái það hlutverk að setja saman áætlun til aðgerða og lagfæringar á stærra landssvæði og skynsamlegra er að hinn breiði hópur hagsmunaaðila eigi þar aðkomu. Það má hugsa sér að þar að kæmu að heildarsamtök á borð við SAMÚT og Samtök ferðaþjónustunnar, sem þá ættu fulltrúa í verkefnahópnum fyrir hönd hagsmunaaðila. Til að þetta geti orðið þarf bæði að fjármagna verkið og veita slíkri viðbragðs- eða endurbótastjórn umboð til athafna til þess að loka svæðum tímabundið, hugsanlega til lengri tíma, eða draga úr umferð um Landmannalaugar og Laugaveg meðan lagfæringar fara fram. Hópnum gæti einnig verið falið vald til að takmarka aðgang að einstökum svæðum, gera tillögur að nýjum ferðamannastöðum, nýjum leiðum og nýjum „Laugavegum“. Slíkar valdheimildir og fjármögnun hlýtur að koma frá opinberum aðilum og þá helst frá umhverfisráðuneyti, en verkefnið væri skýrt; að bæta úr ástandinu og finna nýjar leiðir með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun