Óður til eldri kynslóða Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. september 2014 16:21 Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun