Kennarar tala um viðsnúning stjórnvalda í menntamálum 18. september 2014 13:07 Kennarasamband Íslands harmar að í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun að verið sé að skerða aðgengi ungs fólks að námi. Í ályktuninni segir að rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakki tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara segir að þessi nýja stefna boði gjörbreytingu á íslenskri menntapólitík. „Það liggur fyrir og er beinlínis sagt í frumvarpinu, að nemendur sem eru yfir 25 ára munu ekki njóta forgangs í framhaldsskóla. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að það eigi að fækka um 4,7 prósent í framhaldsskólum landsins. Það mun leggjast af tvöföldum þunga á haustönnina 2015 því ég geri ekki ráð fyrir að skólarnir nái að bregðast við strax um áramót. Það liggur þá alveg fyrir að fjöldi nemenda, 25 ára og eldri, munu ekki eiga vísa skólavist í framhaldsskólum landsin,“ segir Guðríður. „Þetta er auðvitað viðsnúningur í menntapólitík því það er ekki að sjá í þessu frumvarpi neinar mótvægisaðgerðir.“ Guðríður segir að kennarar séu búnir að óska eftir fundi með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins til þess að fara nánar yfir frumvarpið en hún segir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum. „Það kom hér út hvítbók í vor þar sem eru reifaðar ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á menntakerfinu og ráðherra hefur sjálfur sagt að hvítbókin sé umræðugrundvöllur. Við höfum beðið eftir því að verða kölluð til samráðs og frekari stefnumótunarvinnu á grundvelli hvítbókar en það hefur ekkert samband verið haft við okkur.“ Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kennarasamband Íslands harmar að í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun að verið sé að skerða aðgengi ungs fólks að námi. Í ályktuninni segir að rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakki tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara segir að þessi nýja stefna boði gjörbreytingu á íslenskri menntapólitík. „Það liggur fyrir og er beinlínis sagt í frumvarpinu, að nemendur sem eru yfir 25 ára munu ekki njóta forgangs í framhaldsskóla. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að það eigi að fækka um 4,7 prósent í framhaldsskólum landsins. Það mun leggjast af tvöföldum þunga á haustönnina 2015 því ég geri ekki ráð fyrir að skólarnir nái að bregðast við strax um áramót. Það liggur þá alveg fyrir að fjöldi nemenda, 25 ára og eldri, munu ekki eiga vísa skólavist í framhaldsskólum landsin,“ segir Guðríður. „Þetta er auðvitað viðsnúningur í menntapólitík því það er ekki að sjá í þessu frumvarpi neinar mótvægisaðgerðir.“ Guðríður segir að kennarar séu búnir að óska eftir fundi með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins til þess að fara nánar yfir frumvarpið en hún segir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum. „Það kom hér út hvítbók í vor þar sem eru reifaðar ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á menntakerfinu og ráðherra hefur sjálfur sagt að hvítbókin sé umræðugrundvöllur. Við höfum beðið eftir því að verða kölluð til samráðs og frekari stefnumótunarvinnu á grundvelli hvítbókar en það hefur ekkert samband verið haft við okkur.“
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira