„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2014 13:30 Fiskistofa er ein sérhæfðasta stofnun ríkisins. Vísir/Valli Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“ Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“
Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57