Innlent

Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu

Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi.

Skipstjórinn segist telja að eitthvað mengandi harfi runnið í sjóinn og er nú verið að koma upp flotgirðingu umhverfis skipið og kafarar Gæslunnar eru að kanna málið nánar. Þá eru nú að hefjast samráðsfundur fulltrúa frá Gæslunni, Umhverfisstofnun, Samgöngustofu, Landsbjargar og lögreglu þar sem næstu skref verða ákveðin, en á þessar stundu er líklegt að reynt verði að ná skipinu út á kvöldflóðinu.

Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði, sem jafnframt er öflugur dráttarbátur , hefur verið á vettvangi í morgun og taldi skipstjóri hans að báturinn hefði náð skipinu á flot núna, en horfið er frá því. Varðskipið Þór er væntanlegt á vettvang klukkan sjö í kvöld, eða fyrir kvöldflóðið, sem verður meira en morgunflóðið núna, sem ætti enn að auðvelda aðgerðina. Veður er gott á strandstað og veðurspá góð.  Skipið er þunglestað af frystum sjávarafurðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×