Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2014 19:30 N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis. Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis.
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira