Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2014 19:30 N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira