Endurtekin umræða um hleranir Ögmundur Jónasson skrifar 30. september 2014 00:00 Sagan endurtekur sig og ekki gerist það ósjaldan í heimi stjórnmálanna. Nú er hafin umræða um eftirlit með framkvæmd símhlerana sem er nánast samhljóða umræðu sem átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma hafði komið fram af hálfu þáverandi ríkissaksóknara, Valtýs Sigurðssonar, að embættið sinnti ekki lögbundinni eftirlitsskyldu sinni með símhlerunum eða annars konar eftirlitsaðgerðum, svo sem notkun eftirfararbúnaðar, vegna skorts á fjárframlagi til þess og þar af leiðandi skorts á mannafla. Í framhaldinu spannst umræða um eftirlit með símhlerunum og settu margir fram þá skoðun að því væri verulega ábótavant. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.Eftirlit eflt til muna Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.Alþingi móti reglur Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.Frumvarpið er til Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig og ekki gerist það ósjaldan í heimi stjórnmálanna. Nú er hafin umræða um eftirlit með framkvæmd símhlerana sem er nánast samhljóða umræðu sem átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma hafði komið fram af hálfu þáverandi ríkissaksóknara, Valtýs Sigurðssonar, að embættið sinnti ekki lögbundinni eftirlitsskyldu sinni með símhlerunum eða annars konar eftirlitsaðgerðum, svo sem notkun eftirfararbúnaðar, vegna skorts á fjárframlagi til þess og þar af leiðandi skorts á mannafla. Í framhaldinu spannst umræða um eftirlit með símhlerunum og settu margir fram þá skoðun að því væri verulega ábótavant. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.Eftirlit eflt til muna Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.Alþingi móti reglur Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.Frumvarpið er til Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun