Áfram Úrúgvæ! Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2014 07:00 Ég er ekki áhugamanneskja um fótbolta og hef aldrei verið. Á þeim þremur árum sem ég æfði fótbolta tókst mér einu sinni að skora mark. Það var á Pæjumóti á Siglufirði og markið var dæmt af því ég skoraði það með lófanum á mér. Þar með lauk mínum fótboltaferli í raun og veru. Sem unglingur fór ég líka fyrst og fremst á KR-völlinn til að sýna mig og sjá aðra. Fylgjast með Rauða ljóninu hlaupa völlinn þveran og endilangan og æfa mig í baráttusöngvunum. Ég hafði ekkert sérstakt vit á leiknum en það var gaman að fylgjast með mínum mönnum skora mark og taka við titlum. Enn þann dag í dag gæti ég ekki spottað rangstæðu þótt hún væri endursýnd ótal sinnum. Enheimsmeistarakeppnin í fótbolta á stóran stað í hjarta mér. Ég var sex ára þegar Frakkar unnu heimsmeistaratitilinn 1998 og ég hef knúið fram frækna sigra í Trivial Pursuit með staðreyndum úr leiknum. Ég man hvar ég var og í hvað ég var klædd fjórum árum síðar þegar Brasilía sigraði Þýskaland. Þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk var unun að fylgjast með Oliver Kahn í marki Þjóðverja og heimsmeistarakeppnin varð til þess að hann er eini markmaður heims sem ég get nefnt á nafn og þekkt í sjón. Á fimmtudag hófst svo loks heimsmeistarakeppnin með miklum bravúr. Ég setti saman klassískan fótboltamat með miklum bráðnum osti og sussaði á stjúpbörnin tvö þegar þau misstu einbeitinguna yfir leiknum. Hjartað tók aukaslag þegar Marcelo skoraði sjálfsmarkið og ég fagnaði ógurlega þegar Brassarnir unnu leikinn, frekar óverðskuldað, þrjú eitt. Éghef tvær reglur þegar ég vel mér lið á heimsmeistarakeppninni. Í fyrsta lagi skal ég alltaf halda með liði frá Suður-Ameríku. Í öðru lagi held ég alltaf með litla veikburða landinu þegar tvö lið, utan Suður-Ameríku, keppa. Í þetta sinn er Úrúgvæ mitt land og mætir Kostaríka klukkan sjö í kvöld. Hrossabresturinn og vúvúsela-lúðrarnir eru tilbúnir til veislu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég er ekki áhugamanneskja um fótbolta og hef aldrei verið. Á þeim þremur árum sem ég æfði fótbolta tókst mér einu sinni að skora mark. Það var á Pæjumóti á Siglufirði og markið var dæmt af því ég skoraði það með lófanum á mér. Þar með lauk mínum fótboltaferli í raun og veru. Sem unglingur fór ég líka fyrst og fremst á KR-völlinn til að sýna mig og sjá aðra. Fylgjast með Rauða ljóninu hlaupa völlinn þveran og endilangan og æfa mig í baráttusöngvunum. Ég hafði ekkert sérstakt vit á leiknum en það var gaman að fylgjast með mínum mönnum skora mark og taka við titlum. Enn þann dag í dag gæti ég ekki spottað rangstæðu þótt hún væri endursýnd ótal sinnum. Enheimsmeistarakeppnin í fótbolta á stóran stað í hjarta mér. Ég var sex ára þegar Frakkar unnu heimsmeistaratitilinn 1998 og ég hef knúið fram frækna sigra í Trivial Pursuit með staðreyndum úr leiknum. Ég man hvar ég var og í hvað ég var klædd fjórum árum síðar þegar Brasilía sigraði Þýskaland. Þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk var unun að fylgjast með Oliver Kahn í marki Þjóðverja og heimsmeistarakeppnin varð til þess að hann er eini markmaður heims sem ég get nefnt á nafn og þekkt í sjón. Á fimmtudag hófst svo loks heimsmeistarakeppnin með miklum bravúr. Ég setti saman klassískan fótboltamat með miklum bráðnum osti og sussaði á stjúpbörnin tvö þegar þau misstu einbeitinguna yfir leiknum. Hjartað tók aukaslag þegar Marcelo skoraði sjálfsmarkið og ég fagnaði ógurlega þegar Brassarnir unnu leikinn, frekar óverðskuldað, þrjú eitt. Éghef tvær reglur þegar ég vel mér lið á heimsmeistarakeppninni. Í fyrsta lagi skal ég alltaf halda með liði frá Suður-Ameríku. Í öðru lagi held ég alltaf með litla veikburða landinu þegar tvö lið, utan Suður-Ameríku, keppa. Í þetta sinn er Úrúgvæ mitt land og mætir Kostaríka klukkan sjö í kvöld. Hrossabresturinn og vúvúsela-lúðrarnir eru tilbúnir til veislu.