Fyrr í dag 200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu.
Mótmælendurnir fara fram á við yfirvöld í héraðinu að þau boði til atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland. Einnig kom til átaka í nágrannabænum Luhansk. Þar komust mótmælendur inn í lögreglubyggingu.
Um helmingur íbúanna í héraðinu eru rússneskumælandi Aðskilnaðarsinnar í Donetsk vilja fylgja fordæmi íbúa á Krímskaganum, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði að héraðið yrði innlimað í Rússland.
Oleksandr Turchynov, sitjandi forseti Úkraínu, ákvað að fresta för sinni til Litháens vegna mótmælanna.
Hann sagði í yfirlýsingu dag að hann hefði kallað saman neyðarfund stjórnenda löggæslu í landinu og að hann myndi sjálfur stjórna aðgerðum gegn mótmælendum.
Mótmæli gegn sitjandi stjórnvöldum í Kænugarði voru víða um Úkraníu í gær. Ráðherrar Úkraníu saka Vladimír Pútín Rússlandsforseta að standa á bakvið mótmælin.
Vilja innlima fleiri héruð í Rússland
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
