Mikilvægt að útskrifa fleiri með tæknimenntun Gunnar Gunnarsson skrifar 26. júní 2014 20:15 Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira