Ekkert óeðlilegt við að kökusneið sé seld á 1290 krónur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2014 19:48 Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar og fjölgar og nú stefnir í að ein milljón ferðamanna komi til landsins á þessu ári. Mjög mismunandi er hvað ferðamenn eyða miklum peningum hér á landi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins finnst að þeir ættu að skilja meira eftir sig. „Ég held að við getum gert betur og við megum ekki vera feimin við það að ferðamaðurinn borgi og skilji peninga eftir sig hér á Íslandi, við megum aldrei verið feimin við það,“ segir Guðrún. Hún segist vilja einfalda skattkerfið og hafa bara eitt virðisaukaskatts þrep, sem yrði 14 til 16%. „Ég spyr mig oft að því af hverju ferðamenn, sem hingað koma, sem taka strætó eða rútu og þeir borga t.d. engan virðisauka af því, af hverju eiga ferðamenn ekki að skilja eftir virðisauka hér á Íslandi rétt eins og við hin, við eigum bara öll að borga virðisauka af þeirri vöru og þjónustu, sem við erum að kaupa á Íslandi,“ segir Guðrún. Hún segir erlenda ferðamenn oft sleppa býsna vel þegar kemur að eyðslu peninga hér á landi. „Það er auðvitað sorglegt að sjá að það eru að koma hingað stórir hópar ferðamanna, sem að koma með Norrænu á sérútbúnum bílum, eigin bílum frá Evrópu. Þeir eru með allt með sér, þeir eru með sína leiðsögumenn, þeir eru með matinn með sér og skilja mjög lítið eftir á Íslandi,“ segir hún. Þá segist hún vilja sá íslenska leiðsögumenn í öllum skipulögðum skoðunarferðum um landið, ekki erlenda. „Ég held að það væri bara gott, ég held að þjónustan væri betri við þá ferðamenn, sem hingað kæmu og þeir fengju betri upplýsingar um land og þjóð“. Guðrún segir að þau skemmiferðaskip, sem komi til landsins skilji lítið eftir sig nema hafnargjöldin. „Það eru að meðaltali í kringum fimm þúsund manns á hverju skipi og þessi skip eru full af mat og þau kaupa sjaldnast kost á Íslandi,“ segir Guðrún. En hvað finnst henni um að það sé verið að selja ferðamönnum kökusneið á 1290 krónur ? „Ég ætla bara að vona að þessi kaka í Mývatnssveit hafi bara verið rosalega góð, þetta var held ég frönsk súkklaðikaka með rjóma, ef að hún er góð þá er maður tilbúin að borga fyrir það“, segir formaður Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira