Innlent

Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar

ingvar haraldsson skrifar
Mál Harrietar Cardew er komið í heimspressuna, en breska blaðið The Guardian birti grein um málið.
Mál Harrietar Cardew er komið í heimspressuna, en breska blaðið The Guardian birti grein um málið. vísir/daníel
Mál Harrietar Cardew, stúlkunnar sem Þjóðskrá neitar um vegabréf, er komið í heimspressuna. The Guardian fjallar um málið í dag.

Greinin hefst því að á Íslandi sé hægt að heita nöfnum á borð við Bebba, Etna, Eybjört, Jórlaug, Obba, Sigurfljóð, Úranía og Vagna en ekki Harriet.

Í greininni er atburðarrás málsins rekin sem hófst þegar Harriet var neitað um vegabréf af Þjóðskrá vegna þess að nafnið er ekki í samræmi við íslensk mannanafnalög. Hún hefur þó hingað til fengið íslenskt vegabréf undir nafninu stúlka Cardew líkt og Vísir greindi frá.

Fyrr í dag greindi Vísir svo frá því að Harriet fengi neyðarvegabréf frá breska sendirráðinu svo fjölskyldan kæmist til Frakklands.

Þar er einnig fjallað um mannanafnanefnd sem má ekki samþykkja nöfn falli þau ekki að íslensku málkerfi eða hafi íslenska eignarfallsendingu.

Í greininni er einnig minnst á Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem segir lögin um mannanöfn „ósanngjörn, heimskuleg og drepi alla sköpunargáfu.“

 


Tengdar fréttir

Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar

Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni.

Harriet fær breskt neyðarvegabréf

Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×