Jón Ólafsson lokar aðgangi að Búra, einum merkasta helli landsins Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2014 11:49 Búri er einhver merkasti hellir landsins, en þessa mynd tók náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson, sem hefur sent Umhverfisstofnun erindi vegna málsins -- hann vill fá úr þessu skorið með lögformlegum hætti. Ellert Grétarsson Náttúruunnendur margir hverjir eru gramir vegna þess að Jón Ólafsson, athafna- og kaupsýslumaður, hefur lokað hellum í landi sínu Hlíðarenda í Ölfusi, þar sem vatnsverksmiðja hans stendur. Þegar landið undir verksmiðjuna var keypt á sínum tíma, af Ölfushreppi, fylgdu með í kaupunum merkir hellar sem standa í grennd við helstu vatnsból fyrirtækisins. Sjónarmið landeigenda eru hins vegar skýr - þeir segja átroðning óásættanlegan. Fréttastofa fjallaði um þetta mál í gær, Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður og náttúruunnandi kom að hellinum Gjögur, sem fannst fyrir um hálfu ári, rammlega lokuðum með keðjum. Jón hefur einnig látið loka hellinum Búra, sem er með merkustu hellum landsins. Ómar Smári telur þetta ekki standast lög en Guðmundur Þorsteinsson hjá Hellarannsóknarfélaginu stóð að lokunninni að ósk eiganda. Guðmundur segir fólk hópast í hellinn og umgengni sé fyrir neðan allar hellur.Gjögur hefur verið lokað af Jóni Ólafssyni, og Ómar Smári Ármannsson er allt annað en sáttur.Ætla ekki að rukka inn sjálfirJón Haraldsson er tæknistjóri hjá vatnsverksmiðjunni og sér um aðgerðir er snúa að Hlíðarendalandinu. Vísir spurði hann nánar út í afstöðu eigenda. „Við erum ekki að fara að loka þessum hellum fyrir fullt og allt. Það eru fleiri hellar á jörðinni hjá okkur sem eru opnir og fólki er frjálst að fara um jörðina. En, það er sérstaklega mikill ágangur, einkum í Búra, það eru einhverjar ferðaskrifstofur að selja ferðir í hann, hafa verið að fara þangað með stóra hópa, og það er bara orðið hálfgert ófremdarástand á jörðinni. Það er ekki gengið vel um. Og ekki sýnd nægileg virðing. Þetta er á viðkvæmu svæði fyrir okkur. Menn eru að fara á stórum bílum fyrir ofan vatnslindina hjá okkur. Og við erum að reyna að ná utan um þetta,“ segir Jón. Jón nefnir að fyrirtækið sé í samstarfi við Hellarannsóknafélag Íslands hvað þetta varðar. „Þeir vildu gera ákveðnar rannsóknir á þessum helli. Mér skilst að þetta sé stærsti hraunhellir sem fundist hefur á Íslandi í átta hundruð ár. Við vildum leyfa honum að njóta vafans. Og náttúrunni.“Munni Gjögurs. Þar hefur Hellarannsóknarfélagið sett miklar keðjur fyrir og komast menn því ekki í hellinn.Ellert GrétarssonStríðið um landið og átroðningur Jón segir af og frá að þeir ætli að fara að rukka sjálfir inn í hellinn. „Við erum í allt öðrum bisness.“ Jón segir jafnframt að Hellarannsóknarfélagið hafi verið í samskiptum við umhverfisráðuneytið, vegna málsins, en það gangi afskaplega hægt fyrir sig. Lagaleg óvissa ríkir um málið, því um það kveður í gömlum lagabókum, Grágás og Jónsbók, að almenningur eigi skýlausan rétt á að fara um landið. En, þá ber til þess að líta að forsendur hafa gjörbreyst á allra síðustu árum með holskeflu ferðamanna til landsins. Jón segir að þeir hafi einkum orðið varir við aukinn átroðning á síðasta ári, en þeir fara reglulega á staðinn til að týna upp rusl og huga að umgengninni. Þannig tengist Búramálið fleiri málum sem hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu, gjaldtöku við náttúruperlur, stríðinu um landið og verndun þess. Óstjórn ríkir. „Maður ímyndar sér bara hvernig hlutir geta verið annars staðar. Maður sér ekki að Ísland verði mjög merkilegt þegar það er búið að troða það niður og út eins og hérna hjá okkur. Umhverfisráðuneytið hlýtur að samþykkja þetta miðað við kröfurnar sem gerðar voru til okkar þegar við vorum að byggja þessa verksmiðju. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en ráðuneytið vilji vernda náttúruna eins og við,“ segir Jón Haraldsson hjá Iceland Water Holdings. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Náttúruunnendur margir hverjir eru gramir vegna þess að Jón Ólafsson, athafna- og kaupsýslumaður, hefur lokað hellum í landi sínu Hlíðarenda í Ölfusi, þar sem vatnsverksmiðja hans stendur. Þegar landið undir verksmiðjuna var keypt á sínum tíma, af Ölfushreppi, fylgdu með í kaupunum merkir hellar sem standa í grennd við helstu vatnsból fyrirtækisins. Sjónarmið landeigenda eru hins vegar skýr - þeir segja átroðning óásættanlegan. Fréttastofa fjallaði um þetta mál í gær, Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður og náttúruunnandi kom að hellinum Gjögur, sem fannst fyrir um hálfu ári, rammlega lokuðum með keðjum. Jón hefur einnig látið loka hellinum Búra, sem er með merkustu hellum landsins. Ómar Smári telur þetta ekki standast lög en Guðmundur Þorsteinsson hjá Hellarannsóknarfélaginu stóð að lokunninni að ósk eiganda. Guðmundur segir fólk hópast í hellinn og umgengni sé fyrir neðan allar hellur.Gjögur hefur verið lokað af Jóni Ólafssyni, og Ómar Smári Ármannsson er allt annað en sáttur.Ætla ekki að rukka inn sjálfirJón Haraldsson er tæknistjóri hjá vatnsverksmiðjunni og sér um aðgerðir er snúa að Hlíðarendalandinu. Vísir spurði hann nánar út í afstöðu eigenda. „Við erum ekki að fara að loka þessum hellum fyrir fullt og allt. Það eru fleiri hellar á jörðinni hjá okkur sem eru opnir og fólki er frjálst að fara um jörðina. En, það er sérstaklega mikill ágangur, einkum í Búra, það eru einhverjar ferðaskrifstofur að selja ferðir í hann, hafa verið að fara þangað með stóra hópa, og það er bara orðið hálfgert ófremdarástand á jörðinni. Það er ekki gengið vel um. Og ekki sýnd nægileg virðing. Þetta er á viðkvæmu svæði fyrir okkur. Menn eru að fara á stórum bílum fyrir ofan vatnslindina hjá okkur. Og við erum að reyna að ná utan um þetta,“ segir Jón. Jón nefnir að fyrirtækið sé í samstarfi við Hellarannsóknafélag Íslands hvað þetta varðar. „Þeir vildu gera ákveðnar rannsóknir á þessum helli. Mér skilst að þetta sé stærsti hraunhellir sem fundist hefur á Íslandi í átta hundruð ár. Við vildum leyfa honum að njóta vafans. Og náttúrunni.“Munni Gjögurs. Þar hefur Hellarannsóknarfélagið sett miklar keðjur fyrir og komast menn því ekki í hellinn.Ellert GrétarssonStríðið um landið og átroðningur Jón segir af og frá að þeir ætli að fara að rukka sjálfir inn í hellinn. „Við erum í allt öðrum bisness.“ Jón segir jafnframt að Hellarannsóknarfélagið hafi verið í samskiptum við umhverfisráðuneytið, vegna málsins, en það gangi afskaplega hægt fyrir sig. Lagaleg óvissa ríkir um málið, því um það kveður í gömlum lagabókum, Grágás og Jónsbók, að almenningur eigi skýlausan rétt á að fara um landið. En, þá ber til þess að líta að forsendur hafa gjörbreyst á allra síðustu árum með holskeflu ferðamanna til landsins. Jón segir að þeir hafi einkum orðið varir við aukinn átroðning á síðasta ári, en þeir fara reglulega á staðinn til að týna upp rusl og huga að umgengninni. Þannig tengist Búramálið fleiri málum sem hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu, gjaldtöku við náttúruperlur, stríðinu um landið og verndun þess. Óstjórn ríkir. „Maður ímyndar sér bara hvernig hlutir geta verið annars staðar. Maður sér ekki að Ísland verði mjög merkilegt þegar það er búið að troða það niður og út eins og hérna hjá okkur. Umhverfisráðuneytið hlýtur að samþykkja þetta miðað við kröfurnar sem gerðar voru til okkar þegar við vorum að byggja þessa verksmiðju. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en ráðuneytið vilji vernda náttúruna eins og við,“ segir Jón Haraldsson hjá Iceland Water Holdings.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira