Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Jóhannes segir að neytendur verði að láta í sér heyra. Vísir/GVA/Anton „Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira