Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Sveinn Arnarsson skrifar 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar munu í dag leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Þjóðskrár fréttablaðið/daníel Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira