Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2014 13:39 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður og Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka. Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. Á milli sakbornings og verjanda ríkir trúnaðarsamband sem er hluti af þeim réttindum sakbornings að fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Sakborningur á að geta gengið að því vísu að geta rætt við verjanda sinn í trúnaði. Þetta kemur fram í lögum um meðferð sakamála og þá er talið að þessi vernd felist í 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu en rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er varinn af báðum þessum ákvæðum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu kom fram gagnrýni á þá staðreynd að starfsmenn sértaks saksóknara hafi í fyrsta lagi hlustað á samtal verjenda og sakborninga og í öðru lagi ekki eytt upptökunum, eins og lög gera ráð fyrir. Var því í raun slegið föstu í dómnum að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hlera þessi símtöl sem trúnaður á að ríkja um. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð.Uppgötvaði hleranir fyrir tilviljun „Það var í byrjun árs í fyrra sem ég gerði mér ferð á starfsstöð sérstaks saksóknara í þeim tilgangi að hlusta á samtöl sem höfðu verið tekin upp og ég var nú ekki kominn langt í þeirri hlustun þegar ég var farinn að hlusta á sjálfan mig tala við Hreiðar. Það er nú bara aðdragandinn að þessu,“ segir Hörður Felix. Hörður Felix segir að það eigi að vera tryggt í framkvæmd að þetta geti ekki gerst. „Framkvæmdin er þannig að það er nánast tryggt, eins og ég skil þetta, að rannsakendur munu að einhverju marki hlusta á samtöl sakbornings og verjenda því öll samtöl virðast tekin upp. Síðan er það rannsakandinn sem hefur það hlutverk að fara yfir samtölin og hlusta á þau. Honum ber að eyða samtölum við verjendur en það er ljóst að ef að þetta er framkvæmdin þá þarf rannsakandinn fyrst að hlusta áður en hann áttar sig á hver á í hlut. Þú getur ímyndað þér hvort það er þá ekki freistandi að hlusta á samtalið til enda.“ Hörður Felix kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til ríkissaksóknara. Embætti ríkissaksóknara komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Hvað átti ríkissaksóknari að gera? „Að mínu mati eru brot sem þessi (hlustun á samtölum verjanda og sakbornings innsk.blm) refsiverð og ég hefði viljað að lágmarki að þarna færi fram rannsókn og eftir slíka rannsókn væri tekin ákvörðun, að yfirveguðu ráði, hvort ástæða væri til ákæru. En þetta var afgreitt mjög fljótt og í rauninni rannsókn lokið að fengnum skýringum frá sérstökum saksóknara. Það fannst mér léttvægt, vægast sagt,“ segir Hörður Felix. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. Á milli sakbornings og verjanda ríkir trúnaðarsamband sem er hluti af þeim réttindum sakbornings að fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Sakborningur á að geta gengið að því vísu að geta rætt við verjanda sinn í trúnaði. Þetta kemur fram í lögum um meðferð sakamála og þá er talið að þessi vernd felist í 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu en rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er varinn af báðum þessum ákvæðum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Ímon-málinu kom fram gagnrýni á þá staðreynd að starfsmenn sértaks saksóknara hafi í fyrsta lagi hlustað á samtal verjenda og sakborninga og í öðru lagi ekki eytt upptökunum, eins og lög gera ráð fyrir. Var því í raun slegið föstu í dómnum að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hlera þessi símtöl sem trúnaður á að ríkja um. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð.Uppgötvaði hleranir fyrir tilviljun „Það var í byrjun árs í fyrra sem ég gerði mér ferð á starfsstöð sérstaks saksóknara í þeim tilgangi að hlusta á samtöl sem höfðu verið tekin upp og ég var nú ekki kominn langt í þeirri hlustun þegar ég var farinn að hlusta á sjálfan mig tala við Hreiðar. Það er nú bara aðdragandinn að þessu,“ segir Hörður Felix. Hörður Felix segir að það eigi að vera tryggt í framkvæmd að þetta geti ekki gerst. „Framkvæmdin er þannig að það er nánast tryggt, eins og ég skil þetta, að rannsakendur munu að einhverju marki hlusta á samtöl sakbornings og verjenda því öll samtöl virðast tekin upp. Síðan er það rannsakandinn sem hefur það hlutverk að fara yfir samtölin og hlusta á þau. Honum ber að eyða samtölum við verjendur en það er ljóst að ef að þetta er framkvæmdin þá þarf rannsakandinn fyrst að hlusta áður en hann áttar sig á hver á í hlut. Þú getur ímyndað þér hvort það er þá ekki freistandi að hlusta á samtalið til enda.“ Hörður Felix kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til ríkissaksóknara. Embætti ríkissaksóknara komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Hvað átti ríkissaksóknari að gera? „Að mínu mati eru brot sem þessi (hlustun á samtölum verjanda og sakbornings innsk.blm) refsiverð og ég hefði viljað að lágmarki að þarna færi fram rannsókn og eftir slíka rannsókn væri tekin ákvörðun, að yfirveguðu ráði, hvort ástæða væri til ákæru. En þetta var afgreitt mjög fljótt og í rauninni rannsókn lokið að fengnum skýringum frá sérstökum saksóknara. Það fannst mér léttvægt, vægast sagt,“ segir Hörður Felix.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00
Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45