Neitað um gögn og hótar að stefna kaþólsku kirkjunni Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. júní 2014 07:00 Bürcher biskup hefur fengið ítrekuð erindi frá lögmanni fórnarlambs úr Landakotsskóla. Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmálinu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landakotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun október í fyrra er ósk um afrit ítrekuð.Guðrún Björg Birigisdóttir lögmaður.Fréttablaðið/AndriVanræksla með athafnaleysi Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhafast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrúnar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni.Margar ítrekanir til Bürchers biskups Guðrún hefur mörgum sinnum ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafnframt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveðið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns.Landakotskirkja.Ekki önnur leið í stöðunni „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðlileg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða meðferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu.Fagráð kaþólsku kirkjunnar skipað 2012 Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermánaðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust sautján kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmálinu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landakotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun október í fyrra er ósk um afrit ítrekuð.Guðrún Björg Birigisdóttir lögmaður.Fréttablaðið/AndriVanræksla með athafnaleysi Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhafast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrúnar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni.Margar ítrekanir til Bürchers biskups Guðrún hefur mörgum sinnum ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafnframt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveðið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns.Landakotskirkja.Ekki önnur leið í stöðunni „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðlileg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða meðferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu.Fagráð kaþólsku kirkjunnar skipað 2012 Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermánaðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust sautján kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira