Erlent

Hófu skothríð í gervi predikara

Bjarki Ármannsson skrifar
Liðsmenn Boko Haram.
Liðsmenn Boko Haram. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru talin standa á bak við skotárás á þorp í grennd við borgina Maiduguri í Nígeríu í dag. Um 45 manns létu lífið í árásinni, samkvæmt fréttastofu BBC.

Þeir sem lifðu af árásina sögðu að árásarmennirnir komið í gervi predikara. Þeir hefðu kallað til sín þorpsbúa undir því yfirskini að ætla að predika fyrir þeim, áður en þeir hófu svo skothríð. Stjórnvöld í landinu segja að minnsta kosti tvöhundruð manns hafa látist í árásum á vegum hópsins fyrr í vikunni.

Boko Haram hefur staðið að baki fjölda blóðsúthellinga frá árinu 2009, en þeir vilja gera Nígeríu að íslömsku ríki. Ríkisstjórn landsins hefur sætt miklum þrýstingi undanfarið, bæði heiman frá og frá alþjóðasamfélaginu, að takast á við vandann eftir að hópurinn rændi rúmlega tvöhundruð skólastúlkum í apríl.


Tengdar fréttir

Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu

Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla.

Segist ætla að selja stúlkurnar

Nígerísku samtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á hvarfi 223 skólast´lukna sem saknað hefur verið í um þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×