Er munur á grænmetisætu og grænmetisætu? 5. júní 2014 15:30 Gómsætt grænmeti Mynd/Getty Margar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að gerast grænmetisætur – sumir hafa einfaldlega ekki smekk fyrir kjöti, á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að leggja sér dýr til matar af siðferðislegum ástæðum. Enn aðrir snúa sér alfarið að grænmetisfæði af heilsufarsástæðum. Flestir sammælast um það að mataræði sé mikilvægur hluti af því að viðhalda góðri heilsu. Undanfarin ár hefur orðið vakning um hversu mikilvægt er að borða vel og heilsusamlega, ætli maður að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Sumir telja að grænmetisfæði sé ein besta leiðin til þess – en grænmetisætur geta haft mjög mismunandi áherslur í mataræðinu. Hér að neðan fylgja lýsingar af þessum mismunandi áherslum, þó að listinn sé ekki tæmandi.Mynd/gettyVegan er notað yfir grænmetisætur sem borða engar dýraafurðir og engin unnin matvæli sem innihalda slíkar afurðir. Sumir eru vegan af siðferðislegum ástæðum og sniðganga ekki einungis matvæli sem innihalda dýraafurðir heldur allar vörur sem koma af eða eru unnar úr dýrum og ganga til að mynda ekki í fatnaði úr silki, leðri eða ull. Lacto-vegetarians borða ekkert kjötmeti, fisk eða egg en borða þó mjólkurvörur. Ovo-vegetarians borða ekki kjöt, fisk og mjólkurvörur en borða egg. Lacto-ovo vegetarians er algengasta tegundin af grænmetisætum. Þær borða ekki kjöt né fisk en borða hinsvegar mjólkurvörur og egg. Pescetarian er notað yfir einstaklinga sem borða engar afurðir úr dýraríkinu nema fisk og aðrar sjávarafurðir. Flexitarian er tæknilega séð ekki grænmetisæta en hugtakið er notað yfir þá sem borða nánast eingöngu afurðir úr jurtaríkinu en leyfa sér þó einstaka sinnum kjöt. Að lokum eru það svo raw vegans sem eru þær grænmetisætur sem borða eingöngu óunnið, hrátt vegan fæði og hita engin hráefni upp fyrir 47°C til þess að skemma ekki ensímin í matnum. Fyrir þá sem vilja kynna sér kosti þess að gerast grænmetisæta og hvað ber að varast er hægt að finna nánari upplýsingar hér. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Margar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að gerast grænmetisætur – sumir hafa einfaldlega ekki smekk fyrir kjöti, á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að leggja sér dýr til matar af siðferðislegum ástæðum. Enn aðrir snúa sér alfarið að grænmetisfæði af heilsufarsástæðum. Flestir sammælast um það að mataræði sé mikilvægur hluti af því að viðhalda góðri heilsu. Undanfarin ár hefur orðið vakning um hversu mikilvægt er að borða vel og heilsusamlega, ætli maður að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Sumir telja að grænmetisfæði sé ein besta leiðin til þess – en grænmetisætur geta haft mjög mismunandi áherslur í mataræðinu. Hér að neðan fylgja lýsingar af þessum mismunandi áherslum, þó að listinn sé ekki tæmandi.Mynd/gettyVegan er notað yfir grænmetisætur sem borða engar dýraafurðir og engin unnin matvæli sem innihalda slíkar afurðir. Sumir eru vegan af siðferðislegum ástæðum og sniðganga ekki einungis matvæli sem innihalda dýraafurðir heldur allar vörur sem koma af eða eru unnar úr dýrum og ganga til að mynda ekki í fatnaði úr silki, leðri eða ull. Lacto-vegetarians borða ekkert kjötmeti, fisk eða egg en borða þó mjólkurvörur. Ovo-vegetarians borða ekki kjöt, fisk og mjólkurvörur en borða egg. Lacto-ovo vegetarians er algengasta tegundin af grænmetisætum. Þær borða ekki kjöt né fisk en borða hinsvegar mjólkurvörur og egg. Pescetarian er notað yfir einstaklinga sem borða engar afurðir úr dýraríkinu nema fisk og aðrar sjávarafurðir. Flexitarian er tæknilega séð ekki grænmetisæta en hugtakið er notað yfir þá sem borða nánast eingöngu afurðir úr jurtaríkinu en leyfa sér þó einstaka sinnum kjöt. Að lokum eru það svo raw vegans sem eru þær grænmetisætur sem borða eingöngu óunnið, hrátt vegan fæði og hita engin hráefni upp fyrir 47°C til þess að skemma ekki ensímin í matnum. Fyrir þá sem vilja kynna sér kosti þess að gerast grænmetisæta og hvað ber að varast er hægt að finna nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira