Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2014 11:25 Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. „Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“ Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00