Guðni svarar fyrir sig Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 16:02 Guðni segir að Ólafur verði að þola það að maður hafi atgeirinn uppi þegar jafn miklar ávirðingar af hans hálfu eru bornar upp á hendur mjólkuriðnaðinum. Viðtals Vísis við Ólaf M. Magnússon hjá Kú ehf. hefur vakið mikla athygli en þar segir Ólafur ljóst að Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, hafi gert sér fyrirsát í sjónvarpsviðtali í gær; fyrir liggi að ákveðið hafi verið af valdamiklum aðilum innan mjólkuriðnaðarins að gera atlögu að mannorði sínu, Guðni hafi þjónað þar sem slíkur og ekki hafi framganga hans verið drengileg. Guðni telur þetta af og frá. Vísir náði tali af Guðna þar sem hann sat í skrifstofu sinni. Þar stoppaði ekki síminn. Orð Ólafs koma honum í opna skjöldu:Furðar sig á orðum Ólafs„Þetta eru undarleg viðbrögð af hálfu Ólafs vinar míns og félaga í gegnum áratugi. Loksins þegar hann mætir rökræðu, þá kallar hann það fyrirsát. Ég flutti honum öll rök málsins og svaraði honum fullum hálsi, bæði um löggjöfina sem sett var og hefur augljóslega náð miklum árangri, og lækkað verð um tvo milljarða á ári til neytenda. Svo svaraði ég honum náttúrlega hiklaust gagnvart Mjólkursamsölunni sem reynst hefur honum betri en engin í gegnum tíðina, en Ólafur ber hana þungum sökum,“ segir Guðni. Guðni vill ekki meina að hann hafi farið offari vegna málsins en Ólafur talar um í viðtali við Vísi að fjölskyldu hans hafi brugðið við orð Guðna þess efnis að ekki væri búið að drepa Ólaf enn. Guðni vísar til orða Ólafs í nýlegu forsíðuviðtali í DV: „Viðkvæm orð? Ekki væri búið að drepa Ólaf? Ég nota nú bara hans eigin orð, orð sem ég hef tekið upp frá honum,“ segir Guðni og heldur áfram:Guðni segir að Kaupfélag Skagfirðinga hafi skorið Ólaf M Magnússon niður úr snörunni.Ekkert svindl í Landsbankanum„Hann fer mikinn í viðtalinu við DV og segir: Mjólka fór aldrei í gjaldþrot. Þetta er allt rétt hjá honum, en Ólafur telur sig hafa misst allt vegna svindls Landsbankans, þar sem þeir Haukur Halldórsson, formaður bankaráðsins og Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri áttu að hafa komið því í kring í bankanum að hann fékk ekki peningalega fyrirgreiðslu. En, blessaður Ólafur vinur minn, hann mætti því á Eyjunni, þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum. Þar kom hvorki formaður né maður utan úr bæ að sem hafði nein áhrif, hvorki Haukur né Þórólfur.“Mjólkursamsalan reynst Ólafi betri en enginGuðni segir liggja fyrir ljóst að „mesta happ sem Ólafur Magnússon hefur orðið fyrir er að menn hafi keypt hið illa stadda fyrirtæki Mjólku úr hans höndum, og hann gat staðið uppréttur frá öllum þeim hörmungum sem hann hefur rakið, ekki gjaldþrota og gat gengið uppréttur til þess verkefnis sem hann gerði hiklaust, að stofna fyrirtækið Kú, og framleiðir nú osta. Kaupfélag Skagfirðinga skar hann því niður úr snörunni.“En, það sem menn velta fyrir sér er af hverju umræða um þennan úrskurð samkeppniseftirlitsins þarf að fjalla um Ólaf og hans viðskiptasögu? „Úrskurður samkeppniseftirlitsins fer sína leið, en þetta kemur því við að leyti að mjólkurverðið sem Ólafur gagnrýnir og er að tala um, var ákveðið mánuði eftir að hann var búinn að skipta um kennitölu og stofna Eyjabú. Þannig að það er búið að blanda því inní þessa umræðu. Ummæli Ólafs, að honum hafi verið slátrað, ... ég held að helstu velgjörðarmenn hans hafi verið Mjólkursamsalan. Mjólkursamsalan slátraði ekki fyrirtæki Ólafs, hann var í miklum rekstrarörðugleikum sem hann sjálfur hefur viðurkennt. Og segir í viðtali 2010 að hann geti engum um kennt nema sér sjálfum.“En, og ég spyr aftur: Er sæmilegt að blanda viðskiptasögu Ólafs inn í umræðu um brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum? „Það er Ólafur sem er að blanda þessu öllu saman. Það er ekki ég. Ólafur hefur dregið fram öll sín mál af þessu tilefni.“Guðni: Ég trúi því að bændum líði mjög illa. Bændur eru heiðarlegt fólk sem vill gera vel við neytendur og að hamingja sé með sínar vörur.visir/vilhelmÆtlar ekki að grenja undan umræðunniEkki síst vekja athygli hin þungu orð sem falla í tengslum við þetta mál. Eru orð Ólafs þannig vaxin að Guðna sárni þau, eða viðbrögðin almennt? „Nei, ég ætla ekki að grenja undan neinni umræðu. Mér kemur ekkert á óvart í þessari umræðu, að menn setji sig í þessa stöðu. Ég stend við hvert einasta orð sem ég sagði í þessum þætti og staðreyndir sem ég flutti eru augljósar. Mjólkursamsalan hefur í gegnum tíðina verið Ólafi góð og þjónað honum vel. Þarna kemur upp ágreiningur, MS hefur brugðist við og komið með eitt verð strax, sem er mikilvægt. En viðurkennir enga sök eigi að síður fyrr en málið er komið á lokastig.“En, nú segir Ólafur að þú hafir setið fyrir sér, sem telst nú vart sæmilegt? „Ég mætti honum á jafnréttisgrundvelli, sátum þarna báðir stórir og sterkir, mættumst, en ég var með aðra orðræðu og vörn gegn hans einhliða umræðu undanfarna daga. Ég kvarta ekkert undan Ólafi, hringdi í hann í morgun, spurði hvernig hann væri eftir þáttinn og svona.“En, það þarf enginn að segja mér að Guðna Ágústssyni falli það vel að vera kallaður ekki drengur góður? „Það er bara eins og gengur. Einhverjir sögðu að Bergþóra væri ekki drengur góður, meðan aðrir sögðu að hún væri drengur góður. Þegar maður stendur fyrir stórum málstað verður maður að sætta sig við að reynt sé að höggva til manns. Ólafur, hann verður nú að þola það að maður hafi atgeirinn uppi þegar jafn miklar ávirðingar af hans hálfu eru bornar upp á hendur mjólkuriðnaðinum og löggjöf sem þrír fjórðu þingmanna settu í góðri trú.“Bændur boða til fundaNú ræða kúabændur málin á spjallþræði á vef Landsambands kúabænda þar sem hvatt er til þess að menn komi saman og ræði þá stöðu sem komin er upp í kjölfar úrskurðarins, að boðað verði til fulltrúarráðsfundar í Auðhumlu, sagt að skipta verði um forstjóra hjá félaginu til að byggja upp orðstír þess á ný. Framtíð mjólkuriðnaðar og 640 kúabænda er í húfi. Guðni, það hriktir beinlínis í sjálfri undirstöðunni? „Þetta er nú einn maður sem tjáir sig með þessum hætti. Ég geri mér mjög vel grein fyrir þeirri erfiðu umræðu sem þessi úrskurður hefur valdið, í bili, ég trúi því að bændum líði mjög illa. Bændur eru heiðarlegt fólk sem vill gera vel við neytendur og að hamingja sé með sínar vörur. Eðlilegt að þeir komi saman og spyrji spurninga,“ segir Guðni Ágústsson. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Sjá meira
Viðtals Vísis við Ólaf M. Magnússon hjá Kú ehf. hefur vakið mikla athygli en þar segir Ólafur ljóst að Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, hafi gert sér fyrirsát í sjónvarpsviðtali í gær; fyrir liggi að ákveðið hafi verið af valdamiklum aðilum innan mjólkuriðnaðarins að gera atlögu að mannorði sínu, Guðni hafi þjónað þar sem slíkur og ekki hafi framganga hans verið drengileg. Guðni telur þetta af og frá. Vísir náði tali af Guðna þar sem hann sat í skrifstofu sinni. Þar stoppaði ekki síminn. Orð Ólafs koma honum í opna skjöldu:Furðar sig á orðum Ólafs„Þetta eru undarleg viðbrögð af hálfu Ólafs vinar míns og félaga í gegnum áratugi. Loksins þegar hann mætir rökræðu, þá kallar hann það fyrirsát. Ég flutti honum öll rök málsins og svaraði honum fullum hálsi, bæði um löggjöfina sem sett var og hefur augljóslega náð miklum árangri, og lækkað verð um tvo milljarða á ári til neytenda. Svo svaraði ég honum náttúrlega hiklaust gagnvart Mjólkursamsölunni sem reynst hefur honum betri en engin í gegnum tíðina, en Ólafur ber hana þungum sökum,“ segir Guðni. Guðni vill ekki meina að hann hafi farið offari vegna málsins en Ólafur talar um í viðtali við Vísi að fjölskyldu hans hafi brugðið við orð Guðna þess efnis að ekki væri búið að drepa Ólaf enn. Guðni vísar til orða Ólafs í nýlegu forsíðuviðtali í DV: „Viðkvæm orð? Ekki væri búið að drepa Ólaf? Ég nota nú bara hans eigin orð, orð sem ég hef tekið upp frá honum,“ segir Guðni og heldur áfram:Guðni segir að Kaupfélag Skagfirðinga hafi skorið Ólaf M Magnússon niður úr snörunni.Ekkert svindl í Landsbankanum„Hann fer mikinn í viðtalinu við DV og segir: Mjólka fór aldrei í gjaldþrot. Þetta er allt rétt hjá honum, en Ólafur telur sig hafa misst allt vegna svindls Landsbankans, þar sem þeir Haukur Halldórsson, formaður bankaráðsins og Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri áttu að hafa komið því í kring í bankanum að hann fékk ekki peningalega fyrirgreiðslu. En, blessaður Ólafur vinur minn, hann mætti því á Eyjunni, þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum. Þar kom hvorki formaður né maður utan úr bæ að sem hafði nein áhrif, hvorki Haukur né Þórólfur.“Mjólkursamsalan reynst Ólafi betri en enginGuðni segir liggja fyrir ljóst að „mesta happ sem Ólafur Magnússon hefur orðið fyrir er að menn hafi keypt hið illa stadda fyrirtæki Mjólku úr hans höndum, og hann gat staðið uppréttur frá öllum þeim hörmungum sem hann hefur rakið, ekki gjaldþrota og gat gengið uppréttur til þess verkefnis sem hann gerði hiklaust, að stofna fyrirtækið Kú, og framleiðir nú osta. Kaupfélag Skagfirðinga skar hann því niður úr snörunni.“En, það sem menn velta fyrir sér er af hverju umræða um þennan úrskurð samkeppniseftirlitsins þarf að fjalla um Ólaf og hans viðskiptasögu? „Úrskurður samkeppniseftirlitsins fer sína leið, en þetta kemur því við að leyti að mjólkurverðið sem Ólafur gagnrýnir og er að tala um, var ákveðið mánuði eftir að hann var búinn að skipta um kennitölu og stofna Eyjabú. Þannig að það er búið að blanda því inní þessa umræðu. Ummæli Ólafs, að honum hafi verið slátrað, ... ég held að helstu velgjörðarmenn hans hafi verið Mjólkursamsalan. Mjólkursamsalan slátraði ekki fyrirtæki Ólafs, hann var í miklum rekstrarörðugleikum sem hann sjálfur hefur viðurkennt. Og segir í viðtali 2010 að hann geti engum um kennt nema sér sjálfum.“En, og ég spyr aftur: Er sæmilegt að blanda viðskiptasögu Ólafs inn í umræðu um brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum? „Það er Ólafur sem er að blanda þessu öllu saman. Það er ekki ég. Ólafur hefur dregið fram öll sín mál af þessu tilefni.“Guðni: Ég trúi því að bændum líði mjög illa. Bændur eru heiðarlegt fólk sem vill gera vel við neytendur og að hamingja sé með sínar vörur.visir/vilhelmÆtlar ekki að grenja undan umræðunniEkki síst vekja athygli hin þungu orð sem falla í tengslum við þetta mál. Eru orð Ólafs þannig vaxin að Guðna sárni þau, eða viðbrögðin almennt? „Nei, ég ætla ekki að grenja undan neinni umræðu. Mér kemur ekkert á óvart í þessari umræðu, að menn setji sig í þessa stöðu. Ég stend við hvert einasta orð sem ég sagði í þessum þætti og staðreyndir sem ég flutti eru augljósar. Mjólkursamsalan hefur í gegnum tíðina verið Ólafi góð og þjónað honum vel. Þarna kemur upp ágreiningur, MS hefur brugðist við og komið með eitt verð strax, sem er mikilvægt. En viðurkennir enga sök eigi að síður fyrr en málið er komið á lokastig.“En, nú segir Ólafur að þú hafir setið fyrir sér, sem telst nú vart sæmilegt? „Ég mætti honum á jafnréttisgrundvelli, sátum þarna báðir stórir og sterkir, mættumst, en ég var með aðra orðræðu og vörn gegn hans einhliða umræðu undanfarna daga. Ég kvarta ekkert undan Ólafi, hringdi í hann í morgun, spurði hvernig hann væri eftir þáttinn og svona.“En, það þarf enginn að segja mér að Guðna Ágústssyni falli það vel að vera kallaður ekki drengur góður? „Það er bara eins og gengur. Einhverjir sögðu að Bergþóra væri ekki drengur góður, meðan aðrir sögðu að hún væri drengur góður. Þegar maður stendur fyrir stórum málstað verður maður að sætta sig við að reynt sé að höggva til manns. Ólafur, hann verður nú að þola það að maður hafi atgeirinn uppi þegar jafn miklar ávirðingar af hans hálfu eru bornar upp á hendur mjólkuriðnaðinum og löggjöf sem þrír fjórðu þingmanna settu í góðri trú.“Bændur boða til fundaNú ræða kúabændur málin á spjallþræði á vef Landsambands kúabænda þar sem hvatt er til þess að menn komi saman og ræði þá stöðu sem komin er upp í kjölfar úrskurðarins, að boðað verði til fulltrúarráðsfundar í Auðhumlu, sagt að skipta verði um forstjóra hjá félaginu til að byggja upp orðstír þess á ný. Framtíð mjólkuriðnaðar og 640 kúabænda er í húfi. Guðni, það hriktir beinlínis í sjálfri undirstöðunni? „Þetta er nú einn maður sem tjáir sig með þessum hætti. Ég geri mér mjög vel grein fyrir þeirri erfiðu umræðu sem þessi úrskurður hefur valdið, í bili, ég trúi því að bændum líði mjög illa. Bændur eru heiðarlegt fólk sem vill gera vel við neytendur og að hamingja sé með sínar vörur. Eðlilegt að þeir komi saman og spyrji spurninga,“ segir Guðni Ágústsson.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Sjá meira