Lennon: Hewson reyndi að slá mig til baka í meidda typpið Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 15:30 Steven Lennon skoraði eitt mark í mikilvægum sigri FH í gær. vísir/stefán Skondið atvik átti sér stað í leik Vals og FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær sem FH-ingar unnu örugglega, 4-1. Þegar Sam Hewson, enski miðjumaðurinn í liði FH, fékk óþarfa gult spjald á 90. mínútu sló skoski sóknarmaðurinn StevenLennon hann í hnakkann. „Við erum góðir félagar og erum alltaf að grínast í hvor öðrum. Ég hélt hann væri að fara í leikbann og því sló ég hann. Síðan kom í ljós að hann var ekkert að fara í bann,“ segir Lennon léttur í samtali við vísi. Þó Hewson og Lennon séu góðir vinir var Englendingnum ekkert skemmt og brást hann illur við. „Þetta var nú frekar fast hjá mér,“ segir Lennon og hlær við. „Hann reyndi að slá mig til baka í typpið sem ég er meiddur í. Hann var ekki kátur þarna í nokkrar sekúndur, en sem betur fer hitti hann mig ekki.“ Reiðin stóð ekki lengi yfir og voru vinirnir aftur byrjaðir að grínast saman eftir leik. Hewson og Lennon þekkjast vel, en þeir komu saman til landsins seinni hluta tímabilsins 2011 þegar þeir gengu í raðir Fram. „Við erum bestu vinir og bjuggum meira að segja saman þegar við vorum í Fram. Nú búum við báðir einir, en við erum mikið saman. Við förum mikið í ræktina saman til dæmis,“ segir Lennon.Sam Hewson.vísir/vilhelmSkotinn kveðst eðlilega spenntur fyrir úrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn sem fram fer klukkan 16.00 í Kaplakrika. „Þetta verður löng vika, en leikurinn verður frábær. Er ekki búist við allt að fimm þúsund manns á leikinn? Vonandi verður líka gott veður, þá verður dagurinn fullkominn,“ segir Skotinn.Ótrúlegur Atli Lennon skoraði eitt mark í gær eftir undirbúning Atla Guðnasonar sem hélt upp á þrítugsafmæli sitt með þrennu. Atli átti stórleik og fékk tíu fyrir sína frammistöðu á Vísi, sá fyrsti sem fær þá einkunn í sumar. „Atli er algjörlega frábær. Hann er svo snjall spilari. Það er alveg ótrúlegt að hann hafi aldrei farið í atvinnumennsku. Ég áttaði mig ekki á því hversu góður hann er fyrr en ég byrjaði að spila með honum. Þegar hann er fyrir aftan mig fæ ég alltaf færi til að skora,“ segir Lennon. Atli var ekki að þenja sig í viðtölum eftir leikinn frekar en fyrri daginn og Lennon segir hann jafnhógværan inn í klefa. „Hann er svo hæglátur og góður gaur. Hann missir sig aldrei í neitt egó þó hann skori þrennu. Þessi frammistaða hans í gær var sú besta sem ég hef séð á Íslandi og það í svona mikilvægum leik,“ segir Steven Lennon. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tvö norsk úrvalsdeildarlið á eftir Þorvaldi Það bendir fátt til þess að Þorvaldur Örlygsson verði þjálfari HK næsta sumar. 28. september 2014 18:15 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Markvörður Stjörnunnar verður með í úrslitaleiknum á laugardaginn. 29. september 2014 10:54 Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá. 29. september 2014 14:07 Aron mun spila með Víkingum í lokaumferðinni Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hyggst Víkingur tefla fram sóknartengiliðnum Aroni Elísi Þrándarsyni í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta þrátt fyrir að vera búið að taka tilboði Álasunds í leikmanninn unga. 28. september 2014 19:07 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Skondið atvik átti sér stað í leik Vals og FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær sem FH-ingar unnu örugglega, 4-1. Þegar Sam Hewson, enski miðjumaðurinn í liði FH, fékk óþarfa gult spjald á 90. mínútu sló skoski sóknarmaðurinn StevenLennon hann í hnakkann. „Við erum góðir félagar og erum alltaf að grínast í hvor öðrum. Ég hélt hann væri að fara í leikbann og því sló ég hann. Síðan kom í ljós að hann var ekkert að fara í bann,“ segir Lennon léttur í samtali við vísi. Þó Hewson og Lennon séu góðir vinir var Englendingnum ekkert skemmt og brást hann illur við. „Þetta var nú frekar fast hjá mér,“ segir Lennon og hlær við. „Hann reyndi að slá mig til baka í typpið sem ég er meiddur í. Hann var ekki kátur þarna í nokkrar sekúndur, en sem betur fer hitti hann mig ekki.“ Reiðin stóð ekki lengi yfir og voru vinirnir aftur byrjaðir að grínast saman eftir leik. Hewson og Lennon þekkjast vel, en þeir komu saman til landsins seinni hluta tímabilsins 2011 þegar þeir gengu í raðir Fram. „Við erum bestu vinir og bjuggum meira að segja saman þegar við vorum í Fram. Nú búum við báðir einir, en við erum mikið saman. Við förum mikið í ræktina saman til dæmis,“ segir Lennon.Sam Hewson.vísir/vilhelmSkotinn kveðst eðlilega spenntur fyrir úrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn sem fram fer klukkan 16.00 í Kaplakrika. „Þetta verður löng vika, en leikurinn verður frábær. Er ekki búist við allt að fimm þúsund manns á leikinn? Vonandi verður líka gott veður, þá verður dagurinn fullkominn,“ segir Skotinn.Ótrúlegur Atli Lennon skoraði eitt mark í gær eftir undirbúning Atla Guðnasonar sem hélt upp á þrítugsafmæli sitt með þrennu. Atli átti stórleik og fékk tíu fyrir sína frammistöðu á Vísi, sá fyrsti sem fær þá einkunn í sumar. „Atli er algjörlega frábær. Hann er svo snjall spilari. Það er alveg ótrúlegt að hann hafi aldrei farið í atvinnumennsku. Ég áttaði mig ekki á því hversu góður hann er fyrr en ég byrjaði að spila með honum. Þegar hann er fyrir aftan mig fæ ég alltaf færi til að skora,“ segir Lennon. Atli var ekki að þenja sig í viðtölum eftir leikinn frekar en fyrri daginn og Lennon segir hann jafnhógværan inn í klefa. „Hann er svo hæglátur og góður gaur. Hann missir sig aldrei í neitt egó þó hann skori þrennu. Þessi frammistaða hans í gær var sú besta sem ég hef séð á Íslandi og það í svona mikilvægum leik,“ segir Steven Lennon.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tvö norsk úrvalsdeildarlið á eftir Þorvaldi Það bendir fátt til þess að Þorvaldur Örlygsson verði þjálfari HK næsta sumar. 28. september 2014 18:15 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Markvörður Stjörnunnar verður með í úrslitaleiknum á laugardaginn. 29. september 2014 10:54 Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá. 29. september 2014 14:07 Aron mun spila með Víkingum í lokaumferðinni Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hyggst Víkingur tefla fram sóknartengiliðnum Aroni Elísi Þrándarsyni í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta þrátt fyrir að vera búið að taka tilboði Álasunds í leikmanninn unga. 28. september 2014 19:07 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tvö norsk úrvalsdeildarlið á eftir Þorvaldi Það bendir fátt til þess að Þorvaldur Örlygsson verði þjálfari HK næsta sumar. 28. september 2014 18:15
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01
Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Markvörður Stjörnunnar verður með í úrslitaleiknum á laugardaginn. 29. september 2014 10:54
Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tveir leikir í beinni útsendingu og Pepsi-mörkinni í opinni dagskrá. 29. september 2014 14:07
Aron mun spila með Víkingum í lokaumferðinni Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hyggst Víkingur tefla fram sóknartengiliðnum Aroni Elísi Þrándarsyni í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta þrátt fyrir að vera búið að taka tilboði Álasunds í leikmanninn unga. 28. september 2014 19:07
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30