Í sýnishorninu er lítið gefið upp en Reyðarfjörður nýtur sín í því og er bærinn gerður ansi drungalegur.
Þá hefur Sky Atlantic líka sett á netið lítið myndbrot þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur á seríunni en í því ræðir framleiðandinn Patrick Spence um seríuna.
Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.
