Hinn 42 ára gamli Kristján Finnbogason var hetja FH-inga á móti hans gömlu félögum í KR í undanúrslitaleik liðanna í Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór á gervigrasi KR-inga.
Kristján varði tvö víti KR-ingar í vítakeppninni og tryggði FH-liðinu þar með 4-2 sigur í vítakeppninni og þar með sæti í úrslitaleiknum. FH mætir annaðhvort Þór eða Breiðabliki í úrslitaleiknum en Blikar eru þar 2-0 yfir í hálfleik.
Kristján varði vítaspyrnur frá KR-ingunum Þorsteini Ragnarssyni og Óskari Erni Haukssyni. FH-ingar skoruðu aftur á móti úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum.
Emil Pálsson kom FH í 1-0 strax á 6. mínútu leiksins en Baldur Sigurðsson jafnaði metin á 64. mínútu og 1-1 urðu síðan lokatölur.
Vítakeppnin:
KR - Fh 2-4
1-0 Kjartan Henry Finnbogason, KR - mark
1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, FH - mark
Kristján ver frá Þorsteini Má Ragnarssyni
1-2 Sam Hewson, FH - mark
Kristján ver frá Óskari Erni Haukssyni
1-3 Atli Guðnasson, FH - mark
2-3 Gunnar Þór Gunnarsson, KR - mark
2-4 Albert Brynjar Ingason, FH - mark

