Eins og hálfs árs með sprunginn botnlanga í tvær vikur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:45 "Þó svo ég fari hugsanlega með rangt mál, þá er allt í lagi að kanna málið. Það er engu að tapa.“ María Bergrós Jóhannsdóttir er nítján mánaða gömul stúlka frá Eskifirði. Hinn 29.apríl veiktist hún illilega og fór móðir hennar með hana til læknis á heilsugæsluna á Eskifirði. Hún hafði verið með mikla ælupest og hita og taldi læknirinn hana vera með lungnabólgu og fékk hún því penisillín. Heilsu Maríu Bergrósar fór hrakandi og eftir að hafa farið á heilsugæsluna í þrígang var hún send á Norðfjarðarspítala. Hún fékk þar næringu í æð og send heim. Taldi læknir hennar hana vera með flensu. „Hún var ekkert rannsökuð. Hún var á spítalanum í mesta lagi tólf tíma áður en hún var send heim aftur. Næstu daga hélt ælupestin og veikindi hennar áfram. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Kristlaug Björg Sigurðardóttir, móðuramma Maríu Bergrósar. Á þessum tíma lést dóttir Kristlaugar úr krabbameini og var því farið suður til Reykjavíkur. „Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra og fór með hana á barnadeild Landspítalans. Þá fyrst var hún send í rannsóknir.“Með sprunginn botnlanga í tvær vikur Þegar María Bergrós kom á spítalann var henni flýtt í röntgenmyndatöku og gefin morfínsprauta. Í ljós kom að botnlangi hennar var sprunginn og hafði verið það í rúmar tvær vikur. Kviðarhol hennar var fullt af grefti, garnirnar voru samangrónar og var hún að auki komin með lífhimnubólgu. „Henni var ekki hugað líf. Ef ég hefði ekki farið með hana til Reykjavíkur þá væri hún líklega ekki á lífi í dag.“ Kristlaug hafði nefnt það við læknana að þetta hlyti að vera botnlanginn. Hún á fimm börn og höfðu þrjú þeirra fengið botnlangakast, öll ung að aldri. Læknirinn sagði það hins vegar ólíklegt. „Mér fannst eins og litið væri á mig sem móðursjúka ömmu og ég sögð fara með fleipur. Þetta ung börn fái ekki botnlangaköst,“ segir Kristlaug, sem á fimm börn og tuttugu barnabörn, og því ansi sjóuð þegar kemur að málum sem þessum. „Þó svo ég fari hugsanlega með rangt mál, þá er allt í lagi að kanna málið. Það er engu að tapa.“Lítil sem engin þjónusta á landsbyggðinni Kristlaug segir skömm að heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni en vonar að saga hennar verði öðrum víti til varnar. Nauðsynlegt sé að hlusta á sitt innra sjálf því oftar en ekki reynist það rétt. „Ég vil bara að þetta fái að líta dagsins ljós. Þetta er ekki eðlileg þjónusta sem við fáum hér úti á landi. Þjónustan er mjög takmörkuð, við fáum hina og þessa lækna og þarf alltaf að byrja á sömu sögunni aftur og aftur. Það er engin þjónusta hérna.“ María Bergrós fór í þriggja klukkustunda aðgerð en er nú á batavegi. Hún má þó ekki borða og er einungis á fljótandi fæði enn sem komið er. „Ég vil ekki hugsa til þess hvernig hefði getað farið. Þetta er bara skelfilegt.“„Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra.“ Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
María Bergrós Jóhannsdóttir er nítján mánaða gömul stúlka frá Eskifirði. Hinn 29.apríl veiktist hún illilega og fór móðir hennar með hana til læknis á heilsugæsluna á Eskifirði. Hún hafði verið með mikla ælupest og hita og taldi læknirinn hana vera með lungnabólgu og fékk hún því penisillín. Heilsu Maríu Bergrósar fór hrakandi og eftir að hafa farið á heilsugæsluna í þrígang var hún send á Norðfjarðarspítala. Hún fékk þar næringu í æð og send heim. Taldi læknir hennar hana vera með flensu. „Hún var ekkert rannsökuð. Hún var á spítalanum í mesta lagi tólf tíma áður en hún var send heim aftur. Næstu daga hélt ælupestin og veikindi hennar áfram. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Kristlaug Björg Sigurðardóttir, móðuramma Maríu Bergrósar. Á þessum tíma lést dóttir Kristlaugar úr krabbameini og var því farið suður til Reykjavíkur. „Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra og fór með hana á barnadeild Landspítalans. Þá fyrst var hún send í rannsóknir.“Með sprunginn botnlanga í tvær vikur Þegar María Bergrós kom á spítalann var henni flýtt í röntgenmyndatöku og gefin morfínsprauta. Í ljós kom að botnlangi hennar var sprunginn og hafði verið það í rúmar tvær vikur. Kviðarhol hennar var fullt af grefti, garnirnar voru samangrónar og var hún að auki komin með lífhimnubólgu. „Henni var ekki hugað líf. Ef ég hefði ekki farið með hana til Reykjavíkur þá væri hún líklega ekki á lífi í dag.“ Kristlaug hafði nefnt það við læknana að þetta hlyti að vera botnlanginn. Hún á fimm börn og höfðu þrjú þeirra fengið botnlangakast, öll ung að aldri. Læknirinn sagði það hins vegar ólíklegt. „Mér fannst eins og litið væri á mig sem móðursjúka ömmu og ég sögð fara með fleipur. Þetta ung börn fái ekki botnlangaköst,“ segir Kristlaug, sem á fimm börn og tuttugu barnabörn, og því ansi sjóuð þegar kemur að málum sem þessum. „Þó svo ég fari hugsanlega með rangt mál, þá er allt í lagi að kanna málið. Það er engu að tapa.“Lítil sem engin þjónusta á landsbyggðinni Kristlaug segir skömm að heilbrigðiskerfinu á landsbyggðinni en vonar að saga hennar verði öðrum víti til varnar. Nauðsynlegt sé að hlusta á sitt innra sjálf því oftar en ekki reynist það rétt. „Ég vil bara að þetta fái að líta dagsins ljós. Þetta er ekki eðlileg þjónusta sem við fáum hér úti á landi. Þjónustan er mjög takmörkuð, við fáum hina og þessa lækna og þarf alltaf að byrja á sömu sögunni aftur og aftur. Það er engin þjónusta hérna.“ María Bergrós fór í þriggja klukkustunda aðgerð en er nú á batavegi. Hún má þó ekki borða og er einungis á fljótandi fæði enn sem komið er. „Ég vil ekki hugsa til þess hvernig hefði getað farið. Þetta er bara skelfilegt.“„Hún grét svo mikið, af öllum hennar krafti, alla leið til Reykjavíkur. Þá sagði ég bara hingað og ekki lengra.“
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira