7000 fleiri fóru í nýja Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 00:01 Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, stendur hér við nýja pottinn sem er þétt setinn þrátt fyrir að myndin sé tekin á miðjum virkum degi. VÍSIR/GVA Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira