Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 18:55 Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum. Veður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum.
Veður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira