Ósátt við ráðherra: Ráðfærði sig aðeins við fiskistofustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2014 12:54 Hluti bréfs sem Sigurður Ingi Jóhannsson sendi starfsfólki Fiskistofu á dögunum. Þar var því boðið þrjár milljónir fyrir að flytja norður. Starfsfólk Fiskistofu harmar dapurlega tilburði stjórnmálamanna, sem reynt hafa að notfæra sér flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, til þess að etja saman landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með valdboði er reynt að flytja fólk nauðugt viljugt landshornanna á milli. Málflutningur á þessum nótum er óboðlegur og engum til framdráttar. Þetta kemur fram í ályktun frá starfsfólki Fiskistofu. Mótmælt er áformum þar sem starfsmenn sem ekki hyggjast fylgja störfum sínum norður yrðu þvingaðir til þess að segja sjálfir upp störfum, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim réttindum, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðningarsambandi væri á ábyrgð vinnuveitanda. Vinnubrögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi segir í ályktuninni.Sigurður Ingi Jóhannsson.„Undanfarna daga hefur ráðherra ítrekað látið í veðri vaka í viðtölum við fjölmiðla að unnið sé að verkefninu í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Starfsfólk Fiskistofu vísar þessu alfarið á bug. Skal áréttað að fulltrúum starfsmanna var ekki boðið að taka þátt í gerð tillagna sem starfsmenn ráðuneytisins ásamt fiskistofustjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráðherra í ágústlok. Var ráðherra þá gerð skýr grein fyrir því að starfmenn ættu enga aðild að tillögunum. Virðist hann því tala gegn betri vitund.“ Starfsfólkið telur ákvörðun ráðherra ekki styðjast við lagaheimild og til þess fallna að skaða starfsemi stofnunarinnar. Engir starfsmenn utan fiskistofustjóra hafi lýst yfir áhuga á að flytjast með henni norður. Þá segja starfsmenn að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi vanætlað mjög kostnaðinn við flutninginn. Fyrsta áætlun hafi hljóðað upp á 100-200 milljónir króna. Ný áætlun hljóði upp á 200-300 milljónir króna. „Hvetur starfsfólk Fiskistofu ráðherra til þess að falla þegar í stað frá hugmyndum um flutning stofnunarinnar, sem virðist afar misráðinn og undirbúningi áfátt.“Ályktunin í heild sinniStarfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning höfuðstöðva stofnunarinnar til Akureyrar og þeim löglausu fyrirætlunum sem kynntar voru í bréfi ráðherra til starfsmanna dagsettu þann 10. september s.l.Ljóst er að ákvörðunin styðst ekki við lagaheimild og er til þess fallin að skaða starfsemi stofnunarinnar, enda hafa engir starfsmenn, utan fiskistofustjóra, lýst áhuga á að flytjast með henni norður. Hvetur starfsfólk Fiskistofu ráðherra til þess að falla þegar í stað frá hugmyndum um flutning stofnunarinnar, sem virðist afar misráðinn og undirbúningi áfátt.Mótmælt er áformum þar sem starfsmenn sem ekki hyggjast fylgja störfum sínum norður yrðu þvingaðir til þess að segja sjálfir upp störfum, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim réttindum, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðningarsambandi væri á ábyrgð vinnuveitanda.Vinnubrögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi.Undanfarna daga hefur ráðherra ítrekað látið í veðri vaka í viðtölum við fjölmiðla að unnið sé að verkefninu í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Starfsfólk Fiskistofu vísar þessu alfarið á bug. Skal áréttað að fulltrúum starfsmanna var ekki boðið að taka þátt í gerð tillagna sem starfsmenn ráðuneytisins ásamt fiskistofustjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráðherra í ágústlok. Var ráðherra þá gerð skýr grein fyrir því að starfmenn ættu enga aðild að tillögunum. Virðist hann því tala gegn betri vitund.Í sumar kom fram að ráðherra mæti það svo að flutningur Fiskistofu gæti kostað 100-200 milljónir króna. Nú liggur hins vegar fyrir gróf áætlun fiskistofustjóra þar sem gert er ráð fyrir því að kostnaður við flutninginn geti verið 200-300 milljónir króna, eða tvöfalt hærri en áður hafði verið nefnt og eru sjálfsagt ekki öll kurl til grafar komin í þeim efnum. Vilja starfsmenn vekja athygli á þessu og hvetja ráðamenn til að huga vandlega að því hvernig fjármunum almennings er varið. Vekur athygli að ekki virðist vera gert ráð fyrir þessum kostnaði í þeim drögum að fjárlögum sem fyrir liggja.Starfsfólk Fiskistofu harmar dapurlega tilburði stjórnmálamanna sem reynt hafa að notfæra sér flutning Fiskistofu til þess að etja saman landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með valdboði er reynt að flytja fólk nauðugt viljugt landshornanna á milli. Málflutningur á þessum nótum er óboðlegur og engum til framdráttar.Ráðuneytið hefur upplýst starfsfólk Fiskistofu um að í forsætisráðuneytinu sé unnið að frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir lagabreytingum sem munu auðvelda valdhöfum að taka ákvarðanir um staðsetningu starfa og stofnana að eigin geðþótta án þess að afla þurfi sérstakrar lagaheimildar hverju sinni. Lýtur þetta að starfsöryggi og réttindum allra opinberra starfsmanna ekki síst í ljósi þeirra ummæla forsætisráðherra frá því í sumar þar sem fram kom að fyrir dyrum stæði flutningur fleiri opinberra stofnana. Starfsfólk Fiskistofu skorar á Alþingismenn að standa vörð um löggjafarvaldið. Það stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum stjórnvalda og standi gegn því að slíkar hugmyndir séu færðar í lög. Starfsfólk annarra opinberra stofnana er jafnframt hvatt til þess að vera á varðbergi og fylgjast grannt með þessari framvindu. Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. 1. júlí 2014 19:49 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Starfsemi Fiskistofu lömuð Fiskistofustjóri hefur ekki ákveðið hvort hann og fjölskylda hans flytja með Fiskistofu til Akureyrar. Samráðhópur á vegum atvinnuvegaráðherra fundar um málið í dag. 2. júlí 2014 13:01 Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar Eyþór Björnsson segist ætla að fylgja stofnuninni norður þegar hún verður flutt á næsta ári. 17. júlí 2014 09:28 Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjárhagslega þegar stofnanir eru fluttar. "Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. 23. september 2014 11:15 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41 Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Engar mælanlegar eða áþreifanlegar niðurstöður ráðuneytis eru til um flutninginn. Ríkisendurskoðun 2. júlí 2014 07:30 Þrír starfsmenn hafa fylgt stofnunum frá höfuðborg til landsbyggðanna Flutningur Fiskistofu er fimmta tilvikið þar sem opinber stofnun er flutt frá höfuðborg til landsbyggða. Frá árinu 1990 hafa fjórar stofnanir verið fluttar. Alls hafa þrír starfsmenn flust búferlum með þessum stofnunum. 3. júlí 2014 08:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Starfsfólk Fiskistofu harmar dapurlega tilburði stjórnmálamanna, sem reynt hafa að notfæra sér flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, til þess að etja saman landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með valdboði er reynt að flytja fólk nauðugt viljugt landshornanna á milli. Málflutningur á þessum nótum er óboðlegur og engum til framdráttar. Þetta kemur fram í ályktun frá starfsfólki Fiskistofu. Mótmælt er áformum þar sem starfsmenn sem ekki hyggjast fylgja störfum sínum norður yrðu þvingaðir til þess að segja sjálfir upp störfum, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim réttindum, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðningarsambandi væri á ábyrgð vinnuveitanda. Vinnubrögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi segir í ályktuninni.Sigurður Ingi Jóhannsson.„Undanfarna daga hefur ráðherra ítrekað látið í veðri vaka í viðtölum við fjölmiðla að unnið sé að verkefninu í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Starfsfólk Fiskistofu vísar þessu alfarið á bug. Skal áréttað að fulltrúum starfsmanna var ekki boðið að taka þátt í gerð tillagna sem starfsmenn ráðuneytisins ásamt fiskistofustjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráðherra í ágústlok. Var ráðherra þá gerð skýr grein fyrir því að starfmenn ættu enga aðild að tillögunum. Virðist hann því tala gegn betri vitund.“ Starfsfólkið telur ákvörðun ráðherra ekki styðjast við lagaheimild og til þess fallna að skaða starfsemi stofnunarinnar. Engir starfsmenn utan fiskistofustjóra hafi lýst yfir áhuga á að flytjast með henni norður. Þá segja starfsmenn að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi vanætlað mjög kostnaðinn við flutninginn. Fyrsta áætlun hafi hljóðað upp á 100-200 milljónir króna. Ný áætlun hljóði upp á 200-300 milljónir króna. „Hvetur starfsfólk Fiskistofu ráðherra til þess að falla þegar í stað frá hugmyndum um flutning stofnunarinnar, sem virðist afar misráðinn og undirbúningi áfátt.“Ályktunin í heild sinniStarfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning höfuðstöðva stofnunarinnar til Akureyrar og þeim löglausu fyrirætlunum sem kynntar voru í bréfi ráðherra til starfsmanna dagsettu þann 10. september s.l.Ljóst er að ákvörðunin styðst ekki við lagaheimild og er til þess fallin að skaða starfsemi stofnunarinnar, enda hafa engir starfsmenn, utan fiskistofustjóra, lýst áhuga á að flytjast með henni norður. Hvetur starfsfólk Fiskistofu ráðherra til þess að falla þegar í stað frá hugmyndum um flutning stofnunarinnar, sem virðist afar misráðinn og undirbúningi áfátt.Mótmælt er áformum þar sem starfsmenn sem ekki hyggjast fylgja störfum sínum norður yrðu þvingaðir til þess að segja sjálfir upp störfum, enda gætu þeir átt á hættu að glata þeim réttindum, sem þeir ella hefðu, ef slit á ráðningarsambandi væri á ábyrgð vinnuveitanda.Vinnubrögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi.Undanfarna daga hefur ráðherra ítrekað látið í veðri vaka í viðtölum við fjölmiðla að unnið sé að verkefninu í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Starfsfólk Fiskistofu vísar þessu alfarið á bug. Skal áréttað að fulltrúum starfsmanna var ekki boðið að taka þátt í gerð tillagna sem starfsmenn ráðuneytisins ásamt fiskistofustjóra unnu að og lagðar voru fyrir ráðherra í ágústlok. Var ráðherra þá gerð skýr grein fyrir því að starfmenn ættu enga aðild að tillögunum. Virðist hann því tala gegn betri vitund.Í sumar kom fram að ráðherra mæti það svo að flutningur Fiskistofu gæti kostað 100-200 milljónir króna. Nú liggur hins vegar fyrir gróf áætlun fiskistofustjóra þar sem gert er ráð fyrir því að kostnaður við flutninginn geti verið 200-300 milljónir króna, eða tvöfalt hærri en áður hafði verið nefnt og eru sjálfsagt ekki öll kurl til grafar komin í þeim efnum. Vilja starfsmenn vekja athygli á þessu og hvetja ráðamenn til að huga vandlega að því hvernig fjármunum almennings er varið. Vekur athygli að ekki virðist vera gert ráð fyrir þessum kostnaði í þeim drögum að fjárlögum sem fyrir liggja.Starfsfólk Fiskistofu harmar dapurlega tilburði stjórnmálamanna sem reynt hafa að notfæra sér flutning Fiskistofu til þess að etja saman landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Engu skiptir hver á í hlut þegar með valdboði er reynt að flytja fólk nauðugt viljugt landshornanna á milli. Málflutningur á þessum nótum er óboðlegur og engum til framdráttar.Ráðuneytið hefur upplýst starfsfólk Fiskistofu um að í forsætisráðuneytinu sé unnið að frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir lagabreytingum sem munu auðvelda valdhöfum að taka ákvarðanir um staðsetningu starfa og stofnana að eigin geðþótta án þess að afla þurfi sérstakrar lagaheimildar hverju sinni. Lýtur þetta að starfsöryggi og réttindum allra opinberra starfsmanna ekki síst í ljósi þeirra ummæla forsætisráðherra frá því í sumar þar sem fram kom að fyrir dyrum stæði flutningur fleiri opinberra stofnana. Starfsfólk Fiskistofu skorar á Alþingismenn að standa vörð um löggjafarvaldið. Það stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum stjórnvalda og standi gegn því að slíkar hugmyndir séu færðar í lög. Starfsfólk annarra opinberra stofnana er jafnframt hvatt til þess að vera á varðbergi og fylgjast grannt með þessari framvindu.
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. 1. júlí 2014 19:49 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Starfsemi Fiskistofu lömuð Fiskistofustjóri hefur ekki ákveðið hvort hann og fjölskylda hans flytja með Fiskistofu til Akureyrar. Samráðhópur á vegum atvinnuvegaráðherra fundar um málið í dag. 2. júlí 2014 13:01 Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar Eyþór Björnsson segist ætla að fylgja stofnuninni norður þegar hún verður flutt á næsta ári. 17. júlí 2014 09:28 Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjárhagslega þegar stofnanir eru fluttar. "Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. 23. september 2014 11:15 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41 Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Engar mælanlegar eða áþreifanlegar niðurstöður ráðuneytis eru til um flutninginn. Ríkisendurskoðun 2. júlí 2014 07:30 Þrír starfsmenn hafa fylgt stofnunum frá höfuðborg til landsbyggðanna Flutningur Fiskistofu er fimmta tilvikið þar sem opinber stofnun er flutt frá höfuðborg til landsbyggða. Frá árinu 1990 hafa fjórar stofnanir verið fluttar. Alls hafa þrír starfsmenn flust búferlum með þessum stofnunum. 3. júlí 2014 08:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. 1. júlí 2014 19:49
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Starfsemi Fiskistofu lömuð Fiskistofustjóri hefur ekki ákveðið hvort hann og fjölskylda hans flytja með Fiskistofu til Akureyrar. Samráðhópur á vegum atvinnuvegaráðherra fundar um málið í dag. 2. júlí 2014 13:01
Fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar Eyþór Björnsson segist ætla að fylgja stofnuninni norður þegar hún verður flutt á næsta ári. 17. júlí 2014 09:28
Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjárhagslega þegar stofnanir eru fluttar. "Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. 23. september 2014 11:15
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30
Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41
Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Engar mælanlegar eða áþreifanlegar niðurstöður ráðuneytis eru til um flutninginn. Ríkisendurskoðun 2. júlí 2014 07:30
Þrír starfsmenn hafa fylgt stofnunum frá höfuðborg til landsbyggðanna Flutningur Fiskistofu er fimmta tilvikið þar sem opinber stofnun er flutt frá höfuðborg til landsbyggða. Frá árinu 1990 hafa fjórar stofnanir verið fluttar. Alls hafa þrír starfsmenn flust búferlum með þessum stofnunum. 3. júlí 2014 08:00