Evrópusambandinu telst til að fjöldi evrópskra ríkisborgara sem berjist núna með hinu íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi telji nú um þrjúþúsund manns. Þetta kemur fram í Gilles de Kerchove sem fer með hryðjuverkamál innan sambandsins í samtali við BBC.
Hann varar einnig við því að loftárásir vesturveldanna sem hafa verið gerðar síðustu vikur á bækistöðvar vígamannanna, auki hættuna á hemdarverkum í Evrópu. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa gert um 200 loftárásir á samtökin í Írak og á mánudag hófust slíkar árásir einnig innan landamæra Sýrlands.
Erlent