Erlent

Danir taka þátt í loftárásum gegn íslamska ríkinu

ingvar haraldsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að enginn gæti skorast undan ábyrgð í baráttunni gegn íslamska ríkinu.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að enginn gæti skorast undan ábyrgð í baráttunni gegn íslamska ríkinu. vísir/ap
Danir og Belgar hafa bæst á lista þjóða sem munu taka þátt í loftárásum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins í Írak.

Danir hyggjast senda sjö orrustuþotur og 250 manna herlið á svæðið. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að enginn gæti skorast undan ábyrgð í þessu máli og allir ættu að láta sitt eftir liggja.

Belgar hafa þegar sent sex orrustuþotur til Jórdaníu sem gætu tekið þátt í loftárásum í dag. 


Breska þingið samþykkti fyrr í dag að taka þátt í loftárásunum í Írak.  524 þingmenn studdu það að hefja loftárásir en aðeins 43 kusu gegn því.


Tengdar fréttir

Cameron vill taka þátt í aðgerðum gegn IS

Búist er við að hann fari fram á kosningu um hvort breski flugherinn taki einnig þátt í árásum á bækistöðvar samtakanna í Sýrlandi og í Írak.

ESB telur að 3000 Evrópubúar berjist með ISIS

Evrópusambandinu telst til að fjöldi evrópskra ríkisborgara sem berjist núna með hinu íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi telji nú um þrjúþúsund manns. Þetta kemur fram í Gilles de Kerchove sem fer með hryðjuverkamál innan sambandsins í samtali við BBC.

Sprengdu upp 1300 ára gamla kirkju

Liðsmenn Íslamska ríkisins jöfnuðu sögufræga kirkju við jörðu í morgun sem talin var ein sú fegursta í Írak.

Baráttan við ISIS mun vara í nokkur ár

Talsmaður Bandaríkjahers segir ljóst að baráttan við hið Íslamska ríki, samtökin sem nú stjórna stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi með harðri hendi, muni taka nokkur ár. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttastofa BBC tók við aðmírálinn John Kirby en hann fullyrðir þó að loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á búðir samtakanna í Írak og í Sýrlandi hafi haft mikil áhrif.

Telja sig vita hver böðullinn er

Yfirvöld í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að bera kennsl á böðulinn sem sést á myndböndum afhöfða tvo bandaríska fréttamenn og breskan hjálparstarfsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×