Gengur þvert á framfarir síðustu missera Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2014 15:45 Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur. visir/stefán Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira