Gengur þvert á framfarir síðustu missera Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2014 15:45 Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur. visir/stefán Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Fram kemur í tilkynningunni að nauðsynlegt sé að tryggja stjórnarskrárvarin mannréttindi í þessu fjölmennasta lýðveldi veraldar, en í landinu býr sjötti hluti mannkyns.Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:Þær sorglegu fréttir bárust frá Nýju Delhí í desember síðastliðnum að hæstiréttur Indlands hefði neitað að staðfesta að 377. grein indverskra hegningarlaga, sem bannar „ónáttúrulegar“ kynferðislegar athafnir, stríði gegn stjórnarskrá landsins. Hæstiréttur Indlands virðist staðfastur í ákvörðun sinni og rak hinsegin Indverjum annan löðrung þann 27. janúar með því að vísa beiðni um endurskoðun á dómnum frá, daginn eftir að Indverjar fögnuðu stjórnarskrárafmæli sínu.Eiga á hættu lögsóknir, kúgun og áreitiÍ gervi löggjafar um „ónáttúruleg“ mök heimilar 377. gr. yfirvöldum að skipta sér af kynhegðun fullorðinna einstaklinga. Þótt lögin nefni samkynhneigð ekki sérstaklega hefur endurvakning þeirra sérlega alvarlegar afleiðingar fyrir hinsegin fólk á Indlandi, enda varð dómurum og málflutningsmönnum tíðrætt um samkynhneigð á meðan á réttarhöldunum stóð.Þessi þjóðfélagshópur á nú á hættu lögsóknir, kúgun og áreiti af hálfu yfirvalda auk útbreiddari fordóma og illrar meðferðar. Mótbárur hæstaréttar um að lögin „banni ekki ákveðinn samfélagshóp, sjálfsvitund, eða hneigð“ heldur aðeins „tilteknar athafnir“ eru veikburða og ganga þvert á sögu og fordæmi.Gengur þvert á framfarir síðustu misseraDómurinn fjallar á niðrandi hátt um „svokölluð réttindi … örsmás hluta af íbúafjölda landsins“.Orðalag sem þetta er fyrir neðan virðingu verndara stjórnarskrár stærsta lýðveldis í heimi. Í stjórnarskrá Indlands stendur skýrum stöfum að hver og einn indverskur ríksborgari eigi sér réttindi. Réttindi þessi eru ekki „svokölluð“, heldur eru þau stjórnarskrárbundin réttindi og umfram allt mannréttindi. Fjöldi eða fæð þeirra sem nýtir sér þau gildir þar einuFramsækinn dómur yfirréttarins í Delhí frá árinu 2009, sem komst að þeirri niðurstöðu að 377. gr. bryti í bága við stjórnarskrá, hafði í heiðri hugsjónir stjórnarskrár Indlands og gildi fjölbreytts samfélags sem virðir frelsi einstaklinga, reisn þeirra og friðhelgi einkalífs. Gjörólíkt þessu virðir dómur hæstaréttar nú í desember réttlæti að vettugi og gengur þvert á framfarir í réttindum hinsegin fólks á Indlandi á síðustu misserum.Innleiðing á ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununarÁ Indlandi býr sjötti hluti mannkyns. Jafnvel samkvæmt íhaldssömum áætlunum búa þar tugir milljóna samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga. Sú vanvirðing að kalla þau „örsmáan hluta“ á sér ekki stoðir í raunveruleikanum. Með því að skilgreina gagnkvæmt samþykkta kynhegðun þeirra sem glæpsamlegt athæfi er innleidd ríkisheimild til fordóma, misþyrminga og mismununar.Samtökin ’78 fordæma þennan afturhaldssama dóm og lýsa yfir stuðningi sínum við þær milljónir Indverja sem berjast nú fyrir stjórnarskrárbundnum mannréttindum sínum. Samtökin skora ennfremur á ríkisstjórn og löggjafarþing Indlands að fella 377. grein hegningarlaganna umsvifalaust úr gildi.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira