Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 19:05 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/pjetur Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verslanir hér á landi og vill fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verslunum sínum eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar.Álitaefni um sölu áfengis og lyfsölu Ljóst er að ef þessi áform eiga að ná fram að ganga þarf að breyta lögum. Afnema þarf einkasölu ríksins á áfengi og heimila öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist fagna áformum Costco. Íslensk stjórnvöld hafa margsinnis greitt götu erlendra fyrirtækja vegna beinnar fjárfestingar þeirra hér á landi, einkum í stóriðju. Bjarni segir að breytingar á regluverki smásölufyrirtækja verði alltaf verða gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að liðka fyrir einu fyrirtæki. „Það hafa komið til umræðu nokkur svona klassísk álitaefni eins og hvernig við viljum haga sölu á áfengi og lyfsölu en við ræðum þau alltaf í víðara samhengi en ekki í tengslum við áhuga einstakra aðila,“ segir Bjarni. Eru uppi áform um breytingar sem myndu liðka fyrir sölu með þessar vörur almennt, en ekki bara hjá Costco? „Mér finnst að það eigi að vera til skoðunar. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við getum bætt mjög umhverfi verslunar í landinu með því að auka frelsi á sviðum eins og þessum. Það hefur engum dulist sem hefur fylgst með mínum stjórnmálaskoðunum í langan tíma. Við erum hins vegar ekki að vinna markvisst að því í augnablikinu en hver veit hvað kemur á dagskrá næst.“ Tengdar fréttir Tilboð um heilbrigða samkeppni Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. 3. júlí 2014 06:00 Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. 3. júlí 2014 13:37 Allir skulu sitja við sama borð Formaður Samtaka Iðnaðarins furðar sig á skyndilegum áhuga íslenskra stjórnvalda á umturnun íslensks rekstrarumhverfis. 3. júlí 2014 16:56 Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun. 1. júlí 2014 14:06 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 1. júlí 2014 20:00 Samþykktu Costco-stöð við Korputorg Skipulagsráð Reykjavíkurborgar er búið að afgreiða beiðni Costco um fjölorkustöð við Korputorg. 3. júlí 2014 07:00 Segir að Costco fái ekki undanþágur umfram aðra "Stefnan er að heimila ekki innflutning á hráu kjöti.“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 4. júlí 2014 11:59 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verslanir hér á landi og vill fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verslunum sínum eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar.Álitaefni um sölu áfengis og lyfsölu Ljóst er að ef þessi áform eiga að ná fram að ganga þarf að breyta lögum. Afnema þarf einkasölu ríksins á áfengi og heimila öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist fagna áformum Costco. Íslensk stjórnvöld hafa margsinnis greitt götu erlendra fyrirtækja vegna beinnar fjárfestingar þeirra hér á landi, einkum í stóriðju. Bjarni segir að breytingar á regluverki smásölufyrirtækja verði alltaf verða gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að liðka fyrir einu fyrirtæki. „Það hafa komið til umræðu nokkur svona klassísk álitaefni eins og hvernig við viljum haga sölu á áfengi og lyfsölu en við ræðum þau alltaf í víðara samhengi en ekki í tengslum við áhuga einstakra aðila,“ segir Bjarni. Eru uppi áform um breytingar sem myndu liðka fyrir sölu með þessar vörur almennt, en ekki bara hjá Costco? „Mér finnst að það eigi að vera til skoðunar. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við getum bætt mjög umhverfi verslunar í landinu með því að auka frelsi á sviðum eins og þessum. Það hefur engum dulist sem hefur fylgst með mínum stjórnmálaskoðunum í langan tíma. Við erum hins vegar ekki að vinna markvisst að því í augnablikinu en hver veit hvað kemur á dagskrá næst.“
Tengdar fréttir Tilboð um heilbrigða samkeppni Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. 3. júlí 2014 06:00 Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. 3. júlí 2014 13:37 Allir skulu sitja við sama borð Formaður Samtaka Iðnaðarins furðar sig á skyndilegum áhuga íslenskra stjórnvalda á umturnun íslensks rekstrarumhverfis. 3. júlí 2014 16:56 Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun. 1. júlí 2014 14:06 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 1. júlí 2014 20:00 Samþykktu Costco-stöð við Korputorg Skipulagsráð Reykjavíkurborgar er búið að afgreiða beiðni Costco um fjölorkustöð við Korputorg. 3. júlí 2014 07:00 Segir að Costco fái ekki undanþágur umfram aðra "Stefnan er að heimila ekki innflutning á hráu kjöti.“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 4. júlí 2014 11:59 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Tilboð um heilbrigða samkeppni Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. 3. júlí 2014 06:00
Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. 3. júlí 2014 13:37
Allir skulu sitja við sama borð Formaður Samtaka Iðnaðarins furðar sig á skyndilegum áhuga íslenskra stjórnvalda á umturnun íslensks rekstrarumhverfis. 3. júlí 2014 16:56
Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun. 1. júlí 2014 14:06
Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19
Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55
Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 1. júlí 2014 20:00
Samþykktu Costco-stöð við Korputorg Skipulagsráð Reykjavíkurborgar er búið að afgreiða beiðni Costco um fjölorkustöð við Korputorg. 3. júlí 2014 07:00
Segir að Costco fái ekki undanþágur umfram aðra "Stefnan er að heimila ekki innflutning á hráu kjöti.“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 4. júlí 2014 11:59