Lífið

„Þetta verður algjör epík“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hljómsveitarmeðlimir Hellvar lofa góðu stuði.
Hljómsveitarmeðlimir Hellvar lofa góðu stuði. vísir/freyr
Tilefnið sem slíkt er að ég er að flytja út í næsta mánuði, segir Alexandra Ósk Sigurðardóttir, hljómsveitarmeðlimur Hellvars, en sveitin kemur fram á Bar 11 í kvöld ásamt Strigaskóm nr. 42 og Sushi Submarine.

Okkur hefur lengi langað að spila með Strigaskóm, síðan vatt það bara upp á sig að Sushi Submarine hafði líka lengi langað að spila með þeim þannig að við buðum þeim bara með, segir Alexandra en Hellvar hefur ekki komið fram á tónleikum síðan á Iceland Air­waves 2013.

Við fórum einhvern veginn í svona óplanaða pásu, öll búin að vera að vinna hvert í sínu horninu, segir tónlistarkonan sem flytur til Stokkhólms í næsta mánuði. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.00 í kvöld á Bar 11 og segist Alexandra vera spennt fyrir þeim. Þetta verður algjör epík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×