Þróunin verður ekki umflúin Valgarður Guðjónsson skrifar 23. apríl 2014 07:00 Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun