Brautryðjendur í gerð appa Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. desember 2014 09:15 Teymið Davíð Örn, Daníel, Kristján Ingi og Ásgeir Vísir eru á bak við Appollo X. aðsend mynd Íslenska fyrirtækið Appollo X ætlar sér að senda frá sér nýtt app á tveggja vikna fresti. Teymið sem stendur á bak við fyrirtækið skipa íslenskir strákar sem eru vel kunnir í tæknigeiranum en þeir sendu frá sér appið Blendin ekki alls fyrir löngu. „Við tókum stefnubreytingu fyrir nokkrum mánuðum og endurskilgreindum okkur sem framleiðslufyrirtæki sem skapar öpp eftir eigin hugmyndum fyrir almennan markað,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Appollo X. Fyrirtæki líkt og þetta hefur ekki verið til á Íslandi áður og má segja að piltarnir séu brautryðjendur á þessu sviði. „Þetta konsept er ekki til á Íslandi, fjárfestingarfyrirtæki sem er að fjárfesta í sínum eigin hugmyndum og sjá þær verða að veruleika. Teymið eyðir heilum degi í að hugsa og koma með nýjar hugmyndir, svo er keyrt á þá hugmynd sem verður fyrir valinu og eftir tvær vikur er hún gefin út.“ Móðurfélagið er staðsett í Bandaríkjunum en dótturfélagið, sem mun sjá um starfsemina, er á Íslandi. „Það er svo sem ekki mikil starfsemi í Bandaríkjunum sem stendur, hluti af lögfræðisviðinu og bókhaldinu en þróunin og starfsemin fer fram hérna heima,“ bætir Davíð Örn við. Þeir sjá þetta konsept teygja anga sína út um allan heim og vilja einnig í framtíðinni sækja í hugmyndir til hins almenna borgara. „Ef einhver manneskja, hvar sem er í heiminum, er með góða hugmynd að appi, getur hún komið til okkar og við hjálpumst að við að koma út vörunni. Við tökum ákveðinn eignarhlut og báðir aðilar græða. Til að byrja með keyrum við einungis á okkar hugmyndum,“ útskýrir Davíð Örn. Fyrsta appið, Blinder, kemur út á næstunni.Hliðarverkefni Appollo X Teymið er einnig með hliðarverkefni í gangi þessa dagana sem kallast Vaktin.„Vaktin, sem er viku gamall Snapchat Story-miðill, hefur tekið fram úr Skjánum í fjölda daglegra notenda en við erum með um 20.000 notendur daglega,“ segir Davíð Örn. Snapchat er miðill sem leyfir notendum að senda hámark 10 sekúndna vídeó eða ljósmyndir beint á vini sína, sem hægt er að skoða einungis einu sinni, eða sett efni sitt í svokallað Snapchat Story en þá getur hvaða vinur sem er séð efnið í 24 tíma. Til að fólk geti fengið snöppin sín birt á Vaktinni þurfa einstaklingar að adda Vaktinni á Snapchat. „Fólk sendir okkur svo snapp og við ritskoðum og setjum þau snöpp inn sem eiga við í Story.“ Þeir félagar fá send þrjátíu til fimmtíu snöpp á 4 mínútna fresti. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Appollo X ætlar sér að senda frá sér nýtt app á tveggja vikna fresti. Teymið sem stendur á bak við fyrirtækið skipa íslenskir strákar sem eru vel kunnir í tæknigeiranum en þeir sendu frá sér appið Blendin ekki alls fyrir löngu. „Við tókum stefnubreytingu fyrir nokkrum mánuðum og endurskilgreindum okkur sem framleiðslufyrirtæki sem skapar öpp eftir eigin hugmyndum fyrir almennan markað,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Appollo X. Fyrirtæki líkt og þetta hefur ekki verið til á Íslandi áður og má segja að piltarnir séu brautryðjendur á þessu sviði. „Þetta konsept er ekki til á Íslandi, fjárfestingarfyrirtæki sem er að fjárfesta í sínum eigin hugmyndum og sjá þær verða að veruleika. Teymið eyðir heilum degi í að hugsa og koma með nýjar hugmyndir, svo er keyrt á þá hugmynd sem verður fyrir valinu og eftir tvær vikur er hún gefin út.“ Móðurfélagið er staðsett í Bandaríkjunum en dótturfélagið, sem mun sjá um starfsemina, er á Íslandi. „Það er svo sem ekki mikil starfsemi í Bandaríkjunum sem stendur, hluti af lögfræðisviðinu og bókhaldinu en þróunin og starfsemin fer fram hérna heima,“ bætir Davíð Örn við. Þeir sjá þetta konsept teygja anga sína út um allan heim og vilja einnig í framtíðinni sækja í hugmyndir til hins almenna borgara. „Ef einhver manneskja, hvar sem er í heiminum, er með góða hugmynd að appi, getur hún komið til okkar og við hjálpumst að við að koma út vörunni. Við tökum ákveðinn eignarhlut og báðir aðilar græða. Til að byrja með keyrum við einungis á okkar hugmyndum,“ útskýrir Davíð Örn. Fyrsta appið, Blinder, kemur út á næstunni.Hliðarverkefni Appollo X Teymið er einnig með hliðarverkefni í gangi þessa dagana sem kallast Vaktin.„Vaktin, sem er viku gamall Snapchat Story-miðill, hefur tekið fram úr Skjánum í fjölda daglegra notenda en við erum með um 20.000 notendur daglega,“ segir Davíð Örn. Snapchat er miðill sem leyfir notendum að senda hámark 10 sekúndna vídeó eða ljósmyndir beint á vini sína, sem hægt er að skoða einungis einu sinni, eða sett efni sitt í svokallað Snapchat Story en þá getur hvaða vinur sem er séð efnið í 24 tíma. Til að fólk geti fengið snöppin sín birt á Vaktinni þurfa einstaklingar að adda Vaktinni á Snapchat. „Fólk sendir okkur svo snapp og við ritskoðum og setjum þau snöpp inn sem eiga við í Story.“ Þeir félagar fá send þrjátíu til fimmtíu snöpp á 4 mínútna fresti.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira