Nauðungarflutningar ríkisstarfsmanna … af því bara Árni Stefán Jónsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar