Lil B bannaður af Facebook Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 11:30 Lil B hefur verið kallaður vinsælasti tónlistarmaður veraldarvefsins. Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann. Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann.
Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira