Ofbeldi í barnamyndum Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 10:30 Frozen var ein af þeim myndum sem rannsakendur skoðuðu. „Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein