Handbolti

Snorri Steinn búinn að nýta skotin sín vel - markahæstur í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/AFP
Íslenski landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað 45 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með franska liðinu Sélestat og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar.

Snorri Steinn er með 9 mörk að meðaltali í leik en íslenski leikstjórnandinn hefur nýtt 63,4 prósent skota sinna.

Snorri Steinn hefur nýtt 34 af 45 skotum sínum utan af velli (60,7 prósent) og 12 af 15 vítum hans hafa farið rétta lið.

Snorri Steinn skoraði 12 mörk úr 18 skotum á móti Chambéry í gær en hann hefur skorað 7 mörk eða fleiri í öllum fimm leikjunum.

Skotnýting Snorri Steins eftir einstökum leikjum:

1. umferð á móti Créteil: 7 mörk í 10 skotum (70 prósent)

2. umferð á móti Istres: 10 mörk í 14 skotum (71 prósent)

3. umferð á móti Montpellier: 8 mörk í 14 skotum (57 prósent)

4. umferð á móti Cesson-Rennes: 8 mörk í 15 skotum (53 prósent)

5. umferð á móti Chambéry: 12 mörk í 18 skotum (67 prósent)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×