Megas á besta, íslenska ástarlagið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 12:09 Lífið á Vísi leitaði til valinkunnra álitsgjafa til að velja besta, íslenska ástarlagið í íslenskri tónlistarsögu.Tvær stjörnur með Megasi vann afgerandi sigur en fast á hæla Megasar fylgir Skólaball eftir Magnús Kjartansson og Þú átt mig ein eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Bubbi Morthens á tvö lög á topp tíu listanum, Með þér annars vegar og Rómeó og Júlía hins vegar. 1. sæti:Tvær stjörnurLag og texti: Megas „Ég vil meina að þetta sé besta íslenska lag sem samið hefur verið. Jafnvel bara í heiminum.“ „Án efa langbesta íslenska ástarlagið. Það eru fá lög sem snerta mann jafn djúpt.“ „Tvær stjörnur er einfaldlega einn fallegasti íslenski texti sem hefur verið saminn. Hver einasta setning er svo rík og mögnuð að ég fæ gæsahúð að lesa hann yfir. Þetta er líka ekki bara ástarlag, það tekur á ást, lífinu, söknuði, sorg, minningum og einhvers konar uppgjöri og sátt við liðinn tíma... og allt í örfáum erindum. Alveg stórkostlegt!“ 2. sæti:SkólaballLag og texti: Magnús Kjartansson „Lenti í svipaðri aðstöðu og textinn segir. Var voðalega skotinn í einni en hún hafði lítinn áhuga á mér, ég var ekki nógu mikill „vondur“ strákur fyrir hana. Hún hélt mér heitum svona til vara, en ég lærði og varð síðar „vondi“ strákurinn. Núna þegar ég hlusta á textann hugsa ég: Gaur, snúðu við, finndu aðra. She´s not worth it .“ „Pabbi samdi það og það er um mömmu. Ég verð ævinlega þakklát manninum sem dömpaði mömmu þetta kvöld.“ 3. sæti:Þú átt mig einTexti: Vilhjálmur VilhjálmssonLag: Magnús Þór Sigmundsson „Það er svo fallegur texti og svo fallegur söngur. Kveikir alltaf á tárakirtlunum.“ „Það er leitun að fegurra lagi.“ 4. sæti:Með þérLag og texti: Bubbi Morthens „Einstaklega vel heppnað ástarlag. Þar sem textinn sýnir ástina eins og hún er.“ „Hvort sem það er Bubbi, Ragnheiður eða einhver annar sem syngur þá stendur þetta lag fyrir sínu og textinn bara svo einlægur og fallegur. Kannski orðið að svolítilli klisju eftir að vera spilað í öðru hverju brúðkaupi, en lög geta ekki orðið að klisju nema vera nógu góð til að vera ofspiluð...“ 5. sæti:Þú fullkomnar migTexti: Stefán HilmarssonLag: Guðmundur Jónsson „Fólk sem grætur ekki vegna ástartryllings þegar það heyrir þetta lag er bælt og dáið að innan.“ 6. sæti:Rómeó og JúlíaLag og texti: Bubbi Morthens „Lenti á vondum stað í lífinu og fór kannski á svipaða staði og hann Bubbi og svo margir aðrir. Í því ferli hitti ég eina mjög svo indæla stelpu sem lífið ákvað að hjálpa engan veginn. Það stutta sem við höfðum saman áður en hún yfirgaf þennan heim var mjög djúpt og hjálpaði mér að komast af mínum dökka stað. Þetta var lag sem við hlustuðum mikið á saman. Hvíldu í friði mín Júlía.“ „Þetta er eitt allra besta lag kappans og auðvitað um þessa frægu ástarsögu Shakespeare. Hef alltaf haldið upp á þetta lag og eitt þeirra sem ég reyni að raula með þegar ég er einn í bílnum og enginn heyrir.“ 7. sæti:A Hundred ReasonsTexti: Haukur Heiðar Hauksson Lag: Ólafur Arnalds „Allt eftir Ólaf Arnalds nær mér.“ „Þetta lag er best.“ 8. sæti:ÁstTexti: Sigurður NordalLag: Magnús Þór Sigmundsson „Þegar ég heyri þetta lag langar mig að hlaupa berfætt út í náttúruna, búa til kórónu úr týpulegum sveitablómum og gifta mig í lítilli sveitakirkju.“ 9. sæti:FlugvélarTexti: Björn Jörundur FriðbjörnssonLag:Jón Ólafsson „Lagið og textinn bera mann upp í 40.000 fet.“ 10. sæti:Þó líði ár og öldLag: M. Brown, B. Galilli og T. SansoneTexti: Kristmann Vilhjálmsson „Engu líkt, hinn eini sanni ástarsöngur.“Önnur lög sem voru nefnd:Ég tala um þig, Ég er að bíða, Ástarbréf merkt X, Ég gef þér allt mitt líf, Þú komst við hjartað í mér, Heyr mína bæn, Okkar nótt, Einhvers staðar, einhvern tímann aftur, Ást er æði, Ég bið að heilsa, David, Thank You, Danska lagið, Sagan af Nínu og Geira, Í fjarlægð, Dagný, Ástarsorg, Vísur Vatnsenda-Rósu, Hvítir mávar, Ég veit þú kemur.Álitsgjafar:Aníta Briem, leikkona,Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm,Ásgeir Erlendsson, sjónvarpsstjarna,Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu,Guðjón Davíð Karlsson, leikari,Guðmundur Elías Knudsen, dansari og nemi,Gunnella Hólmarsdóttir, leikkona,Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona,Ísgerður Gunnarsdóttir, leikkona,Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður,Lára Björg Björnsdóttir, rithöfundur,Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í leyfi til að sinna ástinni,Máni Pétursson, útvarpsmaður,Sindri Sindrason, sjónvarpsstjarna,Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona,Valdimar Guðmundsson, tónlistarmaður. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lífið á Vísi leitaði til valinkunnra álitsgjafa til að velja besta, íslenska ástarlagið í íslenskri tónlistarsögu.Tvær stjörnur með Megasi vann afgerandi sigur en fast á hæla Megasar fylgir Skólaball eftir Magnús Kjartansson og Þú átt mig ein eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Bubbi Morthens á tvö lög á topp tíu listanum, Með þér annars vegar og Rómeó og Júlía hins vegar. 1. sæti:Tvær stjörnurLag og texti: Megas „Ég vil meina að þetta sé besta íslenska lag sem samið hefur verið. Jafnvel bara í heiminum.“ „Án efa langbesta íslenska ástarlagið. Það eru fá lög sem snerta mann jafn djúpt.“ „Tvær stjörnur er einfaldlega einn fallegasti íslenski texti sem hefur verið saminn. Hver einasta setning er svo rík og mögnuð að ég fæ gæsahúð að lesa hann yfir. Þetta er líka ekki bara ástarlag, það tekur á ást, lífinu, söknuði, sorg, minningum og einhvers konar uppgjöri og sátt við liðinn tíma... og allt í örfáum erindum. Alveg stórkostlegt!“ 2. sæti:SkólaballLag og texti: Magnús Kjartansson „Lenti í svipaðri aðstöðu og textinn segir. Var voðalega skotinn í einni en hún hafði lítinn áhuga á mér, ég var ekki nógu mikill „vondur“ strákur fyrir hana. Hún hélt mér heitum svona til vara, en ég lærði og varð síðar „vondi“ strákurinn. Núna þegar ég hlusta á textann hugsa ég: Gaur, snúðu við, finndu aðra. She´s not worth it .“ „Pabbi samdi það og það er um mömmu. Ég verð ævinlega þakklát manninum sem dömpaði mömmu þetta kvöld.“ 3. sæti:Þú átt mig einTexti: Vilhjálmur VilhjálmssonLag: Magnús Þór Sigmundsson „Það er svo fallegur texti og svo fallegur söngur. Kveikir alltaf á tárakirtlunum.“ „Það er leitun að fegurra lagi.“ 4. sæti:Með þérLag og texti: Bubbi Morthens „Einstaklega vel heppnað ástarlag. Þar sem textinn sýnir ástina eins og hún er.“ „Hvort sem það er Bubbi, Ragnheiður eða einhver annar sem syngur þá stendur þetta lag fyrir sínu og textinn bara svo einlægur og fallegur. Kannski orðið að svolítilli klisju eftir að vera spilað í öðru hverju brúðkaupi, en lög geta ekki orðið að klisju nema vera nógu góð til að vera ofspiluð...“ 5. sæti:Þú fullkomnar migTexti: Stefán HilmarssonLag: Guðmundur Jónsson „Fólk sem grætur ekki vegna ástartryllings þegar það heyrir þetta lag er bælt og dáið að innan.“ 6. sæti:Rómeó og JúlíaLag og texti: Bubbi Morthens „Lenti á vondum stað í lífinu og fór kannski á svipaða staði og hann Bubbi og svo margir aðrir. Í því ferli hitti ég eina mjög svo indæla stelpu sem lífið ákvað að hjálpa engan veginn. Það stutta sem við höfðum saman áður en hún yfirgaf þennan heim var mjög djúpt og hjálpaði mér að komast af mínum dökka stað. Þetta var lag sem við hlustuðum mikið á saman. Hvíldu í friði mín Júlía.“ „Þetta er eitt allra besta lag kappans og auðvitað um þessa frægu ástarsögu Shakespeare. Hef alltaf haldið upp á þetta lag og eitt þeirra sem ég reyni að raula með þegar ég er einn í bílnum og enginn heyrir.“ 7. sæti:A Hundred ReasonsTexti: Haukur Heiðar Hauksson Lag: Ólafur Arnalds „Allt eftir Ólaf Arnalds nær mér.“ „Þetta lag er best.“ 8. sæti:ÁstTexti: Sigurður NordalLag: Magnús Þór Sigmundsson „Þegar ég heyri þetta lag langar mig að hlaupa berfætt út í náttúruna, búa til kórónu úr týpulegum sveitablómum og gifta mig í lítilli sveitakirkju.“ 9. sæti:FlugvélarTexti: Björn Jörundur FriðbjörnssonLag:Jón Ólafsson „Lagið og textinn bera mann upp í 40.000 fet.“ 10. sæti:Þó líði ár og öldLag: M. Brown, B. Galilli og T. SansoneTexti: Kristmann Vilhjálmsson „Engu líkt, hinn eini sanni ástarsöngur.“Önnur lög sem voru nefnd:Ég tala um þig, Ég er að bíða, Ástarbréf merkt X, Ég gef þér allt mitt líf, Þú komst við hjartað í mér, Heyr mína bæn, Okkar nótt, Einhvers staðar, einhvern tímann aftur, Ást er æði, Ég bið að heilsa, David, Thank You, Danska lagið, Sagan af Nínu og Geira, Í fjarlægð, Dagný, Ástarsorg, Vísur Vatnsenda-Rósu, Hvítir mávar, Ég veit þú kemur.Álitsgjafar:Aníta Briem, leikkona,Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm,Ásgeir Erlendsson, sjónvarpsstjarna,Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu,Guðjón Davíð Karlsson, leikari,Guðmundur Elías Knudsen, dansari og nemi,Gunnella Hólmarsdóttir, leikkona,Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona,Ísgerður Gunnarsdóttir, leikkona,Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður,Lára Björg Björnsdóttir, rithöfundur,Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í leyfi til að sinna ástinni,Máni Pétursson, útvarpsmaður,Sindri Sindrason, sjónvarpsstjarna,Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona,Valdimar Guðmundsson, tónlistarmaður.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira