Innlent

Læknar boða til verkfalls

Stefán Árni Pálsson skrifar
95% lækna samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir.
95% lækna samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. visir/getty
Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið.

Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu.

Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.

Verkföll verða með eftirfarandi hætti

Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:

1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss:

a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands

c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands

e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands

g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala

i. Kvenna- og barnasvið Landspítala

2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss:

a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala

3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss:

a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala

4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss:

a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala

5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss.

a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands

c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands

e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands

g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala

i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala

6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss:

a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala

c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala

e. Skurðlækningasvið Landspítala


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×