Innlent

Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá réttarhöldunum í dag.
Frá réttarhöldunum í dag. Vísir/Vilhelm
Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað.

Dómurinn mun hafa ítrekunaráhrif varðandi refsingar síðari brota, verði eitthvert þeirra handtekið fyrir álíka brot í framtíðinni. Ekkert þeirra vildi tjá sig um hvort niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness yrði áfrýjað eða ekki.

Nánar tiltekið voru þau ákærð fyrir að fara ekki að tilmælum lögreglu í kringum mótmælin sem fram fóru 21. október í fyrra.

Níumenningarnir eru þau Gunnsteinn Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Viktoría Áskelsdóttir, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Anna María Lind Geirsdóttir og Tinna Þorvaldsdóttir.

Við aðalmeðferð málsins kvörtuðu níumenningarnir yfir aðförum lögreglu á vettvangi sem þau segja hafa verið harkalegar og jafnvel tilefnislausar.

„Lögregluríkið Ísland,“ heyrðust sakborningarnir segja þegar þau komu úr dómssalnum. Þá sögðu nokkur þeirra að með þessu væri verið að taka mótmælaréttinn úr Stjórnarskrá Íslands.


Tengdar fréttir

„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“

Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×