Farid Zato hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir KR en samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 vill KR losna við leikmanninn fyrir næsta tímabil.
Tógómaðurinn kom til KR frá Þór fyrir nýlokið tímabil og spilaði 16 leiki með liðinu. Farid Zato var í byrjunarliðinu í átta fyrstu leikjunum en byrjaði síðan aðeins 2 deildarleiki frá miðjum júnímánuði.
Farid Zato, sem er 22 ára miðjumaður, átti fínt tímabil með Víkingi Ólafsvík sumarið 2013 en stóð engan vegin undir væntingum í Frostaskjólinu. Hann endaði í 55. sæti í einkunnagjöf Vísis og Fréttablaðsins.
Farid Zato er á samningi hjá KR og leita KR-ingar nú að félagið sem vill taka við honum. Zato var búinn að semja við Þór í fyrravetur þegar KR bankaði á dyrnar. KR og Þór komust síðan að samkomulagi um að KR fengi hann til sín.
Íslenski boltinn