Stjörnusílin undirbúa komu sína Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 18:00 vísir/getty Leikkonan Blake Lively tilkynnti það í þessari viku að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Reynolds. Blake er langt frá því að vera eina stjarnan sem er barnshafandi um þessar mundir og ljóst er að von er á mikilli barnasprengingu á næstu vikum og mánuðum í heimi fræga fólksins.Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, og eiginmaður hennar, Vilhjálmur prins, eignuðust soninn George í júlí í fyrra. Þann 8. september síðastliðinn tilkynntu þau að annað barn væri á leiðinni.Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar, Swizz Beats, áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli 31. júlí síðastliðinn. Sama dag sögðu þau aðdáendum sínum frá því á Instagram að þau ættu von á öðru barni en fyrir eiga þau soninn Eygpt sem er þriggja ára.Nú styttist í að leikkonan Hayden Panettiere verði léttari en hún á von á sínu fyrsta barni með úkraínska boxaranum Wladimir Klitschko. Hún talaði af sér á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni í lok ágúst og missti út úr sér að þau ættu von á stúlku.Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shepard eignuðust dótturina Lincoln Bell Shepard í mars í fyrra og í júní á þessu ári kom í ljós að þau eiga von á sínu öðru barni.Leikkonan Blake Lively tilkynnti það á heimasíðu sinni Preserve að hún ætti von á barni með leikaranum Ryan Reynolds. Hjónin hafa oft látið hafa eftir sér að þau vilji stofna til fjölskyldu og jafnvel eignast nokkur börn.Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian á von á þriðja barninu með kærasta sínum, Scott Disick, en nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn í desember. Fyrir eiga þau soninn Mason, fimm ára, og dótturina Penelope, tveggja ára.Söngkonan Carrie Underwood, sem fór með sigur af hólmi í American Idol árið 2005, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Mike Fisher.Leikkonan Zoe Saldana á von á tvíburum með eiginmanni sínum, ítalska listamanninum Marco Perego. Börnin verða tvítyngd að sögn leikkonunnar því þau Marco ætla að tala bæði spænsku og ensku við þau, en faðir Zoe er frá Dóminíkanska lýðveldinu og móðir hennar frá Púertó Ríkó. Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Leikkonan Blake Lively tilkynnti það í þessari viku að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Reynolds. Blake er langt frá því að vera eina stjarnan sem er barnshafandi um þessar mundir og ljóst er að von er á mikilli barnasprengingu á næstu vikum og mánuðum í heimi fræga fólksins.Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, og eiginmaður hennar, Vilhjálmur prins, eignuðust soninn George í júlí í fyrra. Þann 8. september síðastliðinn tilkynntu þau að annað barn væri á leiðinni.Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar, Swizz Beats, áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli 31. júlí síðastliðinn. Sama dag sögðu þau aðdáendum sínum frá því á Instagram að þau ættu von á öðru barni en fyrir eiga þau soninn Eygpt sem er þriggja ára.Nú styttist í að leikkonan Hayden Panettiere verði léttari en hún á von á sínu fyrsta barni með úkraínska boxaranum Wladimir Klitschko. Hún talaði af sér á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni í lok ágúst og missti út úr sér að þau ættu von á stúlku.Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shepard eignuðust dótturina Lincoln Bell Shepard í mars í fyrra og í júní á þessu ári kom í ljós að þau eiga von á sínu öðru barni.Leikkonan Blake Lively tilkynnti það á heimasíðu sinni Preserve að hún ætti von á barni með leikaranum Ryan Reynolds. Hjónin hafa oft látið hafa eftir sér að þau vilji stofna til fjölskyldu og jafnvel eignast nokkur börn.Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian á von á þriðja barninu með kærasta sínum, Scott Disick, en nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn í desember. Fyrir eiga þau soninn Mason, fimm ára, og dótturina Penelope, tveggja ára.Söngkonan Carrie Underwood, sem fór með sigur af hólmi í American Idol árið 2005, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Mike Fisher.Leikkonan Zoe Saldana á von á tvíburum með eiginmanni sínum, ítalska listamanninum Marco Perego. Börnin verða tvítyngd að sögn leikkonunnar því þau Marco ætla að tala bæði spænsku og ensku við þau, en faðir Zoe er frá Dóminíkanska lýðveldinu og móðir hennar frá Púertó Ríkó.
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira