Bryan Cranston leikur spæjara Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 14:30 Bryan Cranston Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein