Það verður að breyta starfsmannalögunum – Fyrri grein Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 9. október 2014 07:00 Því verður ekki trúað að nokkur sanngjarn maður standi gegn því að jafna þann mun sem er á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Þetta á jafnt við um almenn kjör og aðrar aðstæður. Ég hef í mörg ár talað fyrir því að jafnræðisreglunni sé fylgt enda liggja þar að baki bæði skynsemis- og réttlætisrök. Ég verð að viðurkenna að ofsafengin og heiftúðug viðbrögð nokkurra aðila sem eru að vinna að hagsmunabaráttu komu mér mjög á óvart. Sérstaklega í ljósi annarra viðbragða sem ég hef fengið í kjölfar orða minna. En nánar að því síðar.Verndin hefur aukist Ríkisendurskoðun skrifaði skýrslu um umhverfi ríkisstarfsmanna árið 2011 og bar hún heitið „Mannauðsmál ríkisins“. Í niðurstöðukaflanum segir svohljóðandi: „Á undanförnum árum hefur því verið haldið fram að sú sérstaka vernd sem ríkisstarfsmenn njóta að þessu leyti geti komið niður á skilvirkni og árangri starfseminnar. Nauðsynlegt sé að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins til að stuðla að markvissri nýtingu fjármuna og góðri þjónustu við borgarana. Bent er á að reglur starfsmanna um áminningar og uppsagnir séu í meginatriðum frá árinu 1954 þegar fyrst voru sett lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Síðan þá hafi aðstæður gjörbreyst, verkefni ríkisins séu orðin umfangsmeiri og í mörgum tilfellum sambærileg þeim sem eru á einkamarkaði. Þá hafi stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og setning stjórnsýslulaganna aukið enn starfsöryggi ríkisstarfsmanna, m.a. með reglum um málsmeðferð, andmælarétt, rökstuðning ákvarðana og að þær verði að byggja á málefnalegum stjórnarmiðum.“Vill endurskoða lögin Síðar í sama kafla segir: „Það er ekki einungis hér á landi sem ríkisstarfsmenn njóta verndar í starfi umfram launþega á almennum vinnumarkaði því svo er einnig í nágrannalöndum okkar. Mismunandi er þó hversu hátt hlutfall ríkisstarfsmanna í aðildarríkjum Evrópusambandsins og Efnahags- og framafarastofnunarinnar nái til fleiri starfa en rök standa til. Þróunin í þessum ríkjum hefur almennt verið á þann veg að smám saman hefur dregið úr sérstakri réttarvernd ríkisstarfsmanna. Þetta á þó ekki við um fámenna hópa embættismanna sem áfram er talin þörf á að vernda sérstaklega í starfi. Þessi sjónarmið hafa ekki enn fengið hljómgrunn hér á landi enda gilda reglur starfsmannalaganna um starfslok nánast um alla starfsmenn ríkisins, án tillits til þess hvaða stöðu þeir gegna. Að mati Ríkisendurskoðunar er full ástæða til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans.“Áminningum safnað „Þá telur Ríkisendurskoðun að það ferli sem reglur starfsmannalaganna mæla fyrir um og varðar áminningar og starfslok í tengslum við þær sé þunglamalegt og tímafrekt. Það leiði á sinn hátt til þess að þeir starfsmenn, sem gerst hafa brotlegir í starfi eða reynast ekki hæfir til að gegna því, öðlist ríkari vernd en til var ætlast. Til að unnt sé að segja starfsmanni upp þarf hann að hafa brotið af sér tvívegis með sama eða líkum hætti. Ekki má líða of langur tími milli brotanna því þá er hætta á að hið fyrra teljist fyrnt. Þá þarf að áminna starfsmanninn upp á nýtt og þannig koll af kolli. Hið sama á við ef seinna brotið er ekki sams konar og hið fyrra. Ekkert kemur því fræðilega í veg fyrir að starfsmaður geti ,,safnað“ áminningum án þess að unnt sé að segja honum upp ef ný brot eru óskyld þeim fyrri.“ Ríkisendurskoðun kom síðan með eftirfarandi ábendingar til fjármálaráðuneytis:1. Einfalda á málsmeðferð við uppsagnir ríkisstarfsmanna.2. Veita á lagaheimild til starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn.3. Kanna á hvort rétt sé að færa ákvæði starfsmannalaga í kjarasamninga.4. Aðstoða þarf forstöðumenn betur í starfsmannamálum. Auk þessa benti Ríkisendurskoðun ráðuneytum og forstöðumönnum ríkisstofnana á eftirfarandi:1. Frammistaða sé metin reglulega með formlegum hætti.2. Starfsmannasamtal fari fram fyrir lok reynslutíma og hann verði lengdur í allt að eitt ár í veigameiri störfum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er góður grunnur til að byggja á ef vilji er fyrir því að bæta ríkisreksturinn. Í seinni grein minni mun ég fara yfir viðbrögð við orðum mínum um starfsumhverfi opinberra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Því verður ekki trúað að nokkur sanngjarn maður standi gegn því að jafna þann mun sem er á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Þetta á jafnt við um almenn kjör og aðrar aðstæður. Ég hef í mörg ár talað fyrir því að jafnræðisreglunni sé fylgt enda liggja þar að baki bæði skynsemis- og réttlætisrök. Ég verð að viðurkenna að ofsafengin og heiftúðug viðbrögð nokkurra aðila sem eru að vinna að hagsmunabaráttu komu mér mjög á óvart. Sérstaklega í ljósi annarra viðbragða sem ég hef fengið í kjölfar orða minna. En nánar að því síðar.Verndin hefur aukist Ríkisendurskoðun skrifaði skýrslu um umhverfi ríkisstarfsmanna árið 2011 og bar hún heitið „Mannauðsmál ríkisins“. Í niðurstöðukaflanum segir svohljóðandi: „Á undanförnum árum hefur því verið haldið fram að sú sérstaka vernd sem ríkisstarfsmenn njóta að þessu leyti geti komið niður á skilvirkni og árangri starfseminnar. Nauðsynlegt sé að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins til að stuðla að markvissri nýtingu fjármuna og góðri þjónustu við borgarana. Bent er á að reglur starfsmanna um áminningar og uppsagnir séu í meginatriðum frá árinu 1954 þegar fyrst voru sett lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Síðan þá hafi aðstæður gjörbreyst, verkefni ríkisins séu orðin umfangsmeiri og í mörgum tilfellum sambærileg þeim sem eru á einkamarkaði. Þá hafi stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og setning stjórnsýslulaganna aukið enn starfsöryggi ríkisstarfsmanna, m.a. með reglum um málsmeðferð, andmælarétt, rökstuðning ákvarðana og að þær verði að byggja á málefnalegum stjórnarmiðum.“Vill endurskoða lögin Síðar í sama kafla segir: „Það er ekki einungis hér á landi sem ríkisstarfsmenn njóta verndar í starfi umfram launþega á almennum vinnumarkaði því svo er einnig í nágrannalöndum okkar. Mismunandi er þó hversu hátt hlutfall ríkisstarfsmanna í aðildarríkjum Evrópusambandsins og Efnahags- og framafarastofnunarinnar nái til fleiri starfa en rök standa til. Þróunin í þessum ríkjum hefur almennt verið á þann veg að smám saman hefur dregið úr sérstakri réttarvernd ríkisstarfsmanna. Þetta á þó ekki við um fámenna hópa embættismanna sem áfram er talin þörf á að vernda sérstaklega í starfi. Þessi sjónarmið hafa ekki enn fengið hljómgrunn hér á landi enda gilda reglur starfsmannalaganna um starfslok nánast um alla starfsmenn ríkisins, án tillits til þess hvaða stöðu þeir gegna. Að mati Ríkisendurskoðunar er full ástæða til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans.“Áminningum safnað „Þá telur Ríkisendurskoðun að það ferli sem reglur starfsmannalaganna mæla fyrir um og varðar áminningar og starfslok í tengslum við þær sé þunglamalegt og tímafrekt. Það leiði á sinn hátt til þess að þeir starfsmenn, sem gerst hafa brotlegir í starfi eða reynast ekki hæfir til að gegna því, öðlist ríkari vernd en til var ætlast. Til að unnt sé að segja starfsmanni upp þarf hann að hafa brotið af sér tvívegis með sama eða líkum hætti. Ekki má líða of langur tími milli brotanna því þá er hætta á að hið fyrra teljist fyrnt. Þá þarf að áminna starfsmanninn upp á nýtt og þannig koll af kolli. Hið sama á við ef seinna brotið er ekki sams konar og hið fyrra. Ekkert kemur því fræðilega í veg fyrir að starfsmaður geti ,,safnað“ áminningum án þess að unnt sé að segja honum upp ef ný brot eru óskyld þeim fyrri.“ Ríkisendurskoðun kom síðan með eftirfarandi ábendingar til fjármálaráðuneytis:1. Einfalda á málsmeðferð við uppsagnir ríkisstarfsmanna.2. Veita á lagaheimild til starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn.3. Kanna á hvort rétt sé að færa ákvæði starfsmannalaga í kjarasamninga.4. Aðstoða þarf forstöðumenn betur í starfsmannamálum. Auk þessa benti Ríkisendurskoðun ráðuneytum og forstöðumönnum ríkisstofnana á eftirfarandi:1. Frammistaða sé metin reglulega með formlegum hætti.2. Starfsmannasamtal fari fram fyrir lok reynslutíma og hann verði lengdur í allt að eitt ár í veigameiri störfum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er góður grunnur til að byggja á ef vilji er fyrir því að bæta ríkisreksturinn. Í seinni grein minni mun ég fara yfir viðbrögð við orðum mínum um starfsumhverfi opinberra starfsmanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun