CCP segir upp 56 manns í Atlanta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2014 15:59 Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Vísir/CCP Töluvleikjaframleiðandinn CCP hefur hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness, sem hefur verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar eru lögð niður 56 stöðugildi hjá CCP í Atlanta. Hluti starfsmanna sem missa stöður sínar hefur verið boðin önnur störf hjá fyrirtækinu. CCP mun veita öllum fráfarandi starfsmönnum aðstoð við atvinnuleit. Þeir starfsmenn CCP sem halda áfram störfum fyrir fyrirtækið í Atlanta munu vinna að þróun leikja í EVE veröldinni, sem þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 munu allir starfsmenn fyrirtækisins starfa að einni og sömu leikjaveröld. „Ákvörðunin að hætta þróun World of Darkness er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið. Ég hef haft trú á þeirri sýn að búa til fjölspilunar tölvuleikjaupplifun í veröld World of Darkness, og fylgst með þróunarteymi leiksins vinna af ástríðu að því markmiði síðustu ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP í tilkynningunni. Hann segist vilja þakka öllum þeim sem hafa unnið svo ötullega að því að gera World of Darkness tölvuleikinn að veruleika, sérstaklega þeim starfsmönnum sem þessi ákvörðun CCP hefur áhrif á. Hann segir framlag þeirra til CCP hafa verið umtalsvert og því verði ekki gleymt, og óskar þeim öllum velfarnaðar. “Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn CCP og alla þá sem sýnt hafa World of Darkness áhuga, vil ég segja að mér þykir mjög leitt að við náðum ekki markmiðum okkar að færa ykkur þá upplifun sem við einsettum okkur að skapa. Okkur dreymdi um leik sem færði spilarann í ævintýraheim World of Darkness, en verðum að horfast í augu við að það verður ekki að veruleika. Ég vona að við getum einhvern tímann bætt ykkur þetta,“ segir Hilmar Veigar ennfremur. Hann segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun sem hafi áhrif á vini og fjölskyldur, þá muni hún sameina fyrirtækið í því markmiði að þróa leiki fyrir eina og sömu leikjaveröldina sem setur CCP í sterkari stöðu til að ná árangri. „Við erum nú staðráðnari en nokkru sinni fyrr að gera EVE að stærstu leikjaveröld í heimi,“ segir Hilmar Veigar að lokum. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Töluvleikjaframleiðandinn CCP hefur hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness, sem hefur verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar eru lögð niður 56 stöðugildi hjá CCP í Atlanta. Hluti starfsmanna sem missa stöður sínar hefur verið boðin önnur störf hjá fyrirtækinu. CCP mun veita öllum fráfarandi starfsmönnum aðstoð við atvinnuleit. Þeir starfsmenn CCP sem halda áfram störfum fyrir fyrirtækið í Atlanta munu vinna að þróun leikja í EVE veröldinni, sem þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 munu allir starfsmenn fyrirtækisins starfa að einni og sömu leikjaveröld. „Ákvörðunin að hætta þróun World of Darkness er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið. Ég hef haft trú á þeirri sýn að búa til fjölspilunar tölvuleikjaupplifun í veröld World of Darkness, og fylgst með þróunarteymi leiksins vinna af ástríðu að því markmiði síðustu ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP í tilkynningunni. Hann segist vilja þakka öllum þeim sem hafa unnið svo ötullega að því að gera World of Darkness tölvuleikinn að veruleika, sérstaklega þeim starfsmönnum sem þessi ákvörðun CCP hefur áhrif á. Hann segir framlag þeirra til CCP hafa verið umtalsvert og því verði ekki gleymt, og óskar þeim öllum velfarnaðar. “Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn CCP og alla þá sem sýnt hafa World of Darkness áhuga, vil ég segja að mér þykir mjög leitt að við náðum ekki markmiðum okkar að færa ykkur þá upplifun sem við einsettum okkur að skapa. Okkur dreymdi um leik sem færði spilarann í ævintýraheim World of Darkness, en verðum að horfast í augu við að það verður ekki að veruleika. Ég vona að við getum einhvern tímann bætt ykkur þetta,“ segir Hilmar Veigar ennfremur. Hann segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun sem hafi áhrif á vini og fjölskyldur, þá muni hún sameina fyrirtækið í því markmiði að þróa leiki fyrir eina og sömu leikjaveröldina sem setur CCP í sterkari stöðu til að ná árangri. „Við erum nú staðráðnari en nokkru sinni fyrr að gera EVE að stærstu leikjaveröld í heimi,“ segir Hilmar Veigar að lokum.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira