Landshagir vænkast á ný Elín Hirst skrifar 14. apríl 2014 08:57 Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun